Það var yndislegt að vera sameinaðar aftur eftir 4 vikna aðskilnað og ekki verra að hafa endurfundina í Suður – Afríku með fullt af góðum vinum. Eyddum fyrstu dögunum á heimili foreldra Maríu í Pretoría, nálægt Jóhannesarborg. Þar sem brúðhjónin eru bæði grískættuð kemur það ekki á óvart að brúðkaupsfagnaðurinn var mikilfenglegur og stóð í 3 daga. Heilt
mánudagur, 10. mars 2008
Sameinaðar í Suður – Afríku
mánudagur, 3. mars 2008
Don’t cry for me Argentina!
föstudagur, 29. febrúar 2008
Bariloche
Fór á mánudaginn til San Carlos de Bariloche sem er í suðurhluta Argentínu. Hér búa um 100.000 manns og eru Bariloche búar þekktastir fyrir gott súkkulaði og skíðasvæði. Veit ég hef sagt þetta áður…en hér er alveg ótrúlega fallegt! Andesfjöllin í kringum bæinn og vatn og fullt af trjám, gera þetta að ævintýralegum stað. Og er 22 klst rútuferð (aðra leiðina) algjörlega þess virði að koma hingað í nokkra daga. Fór í smá `trekking`að jökli sem kallast Tronador og gekk einnig um þjóðgarðinn. Notaði svo annan daginn
Svo er nú heldur farið að styttast Suður Ameríku ferðalagið, en ferðaplanið mitt núna er þannig að ég verð komin til Córdoba á morgun, fer svo í næturrútu til
föstudagur, 22. febrúar 2008
Mendoza og Salta
Skellti mér í vikuferðalag hérna í Argentínunni. Byrjaði á því að fara suður til vínræktarhéraðsins Mendoza þar sem ég fór í hjóla- og víntúr. Fór einnig í dagsferð í fjalllendinu Alta Montana. Flaug svo norður á bóginn til borgarinnar Söltu á mánudagskvöldið. Ofboðslega fallegt landsvæði með þvílíkri litadýrð og fór ég í tvær dagsferðir, til Cafayate og Humahuaca og eyddi svo einum degi í fallegu borginni að rölta um. Er núna komin aftur til Córdoba þar sem ég ætla að eyða helginni og fara svo suður á bóginn til Bariloche á mánudaginn. Sædís kemst því miður ekki með mér í ferðalagið, þ.a. ég verð aftur ein á ferð, gistandi á hostelum með fullt af fólki í herbergi – bara spennandi! Langar annars að þakka fyrir öll fallegu ‘kommentin’ ykkar – ekkert smá gaman að fá svona skemmtileg skilaboð :) Hasta luego!
föstudagur, 15. febrúar 2008
Comó andan?
Þá er ég komin aftur til Córdoba og er að klára síðustu vikuna mina í skólanum. Kom hingað á föstudaginn fyrir viku eftir að hafa kvatt stölluna mína í Chile – alveg hrikalega erfitt! Er svo búin að eyða vikunni í skólanum með frábæru starfsfólki og nemendum. Alveg ótrúleg tilviljun, en það byrjaði íslensk stelpa í skólanum á mánudaginn og heitir hún Sædís Alda. Við erum búnar vera voða duglegar í félagslífinu í skólanum; fórum með þeim út að borða (auðvitað kl.22) og í keilu. Já, mér líður eins og ég sé núna unglingur í félagsmiðstöð :) mjög skemmtilegt! Er að fara í smá ferðalag ein, fer í kvöld til Mendoza í næturrútu og svo til borgarinnar ‘Salta’ á mánudaginn og stefni að því að vera komin aftur til Córdoba á föstudag eftir viku. Svo erum við Sædís að velta fyrir okkur að kíkja til Bariloche vikuna eftir það, síðustu vikuna mína í heimsálfunni!!! Knúsukveðja á línuna...
föstudagur, 8. febrúar 2008
Chile
Erum búnar að eyða síðustu dögunum okkar saman í Chile. Mögnuð upplifun að fljúga yfir Andesfjöllin á leiðinni hingað og óneitanlega varð okkur hugsað til myndarinnar ‘Alive’. Notuðum fyrsta daginn til að skoða okkur um í borginni, Santiago de Chile, og fórum svo í frábæra vínsmökkun á vínekrunni ‘Concha y Toro’ daginn eftir. Leigðum bíl í gær og keyrðum til hippabæjarins Valparaíso og strandbæjarins Viña del Mar. Santiago de Chile er með fallegri bæjarstæðum sem við höfum séð, en hún er höfuðborg Chile og er í stærsta dal landsins þar sem hin tignarlegu Andesfjöll umlykja hana (Rio de Janeiro á þó samt ennþá vinninginn sem ‘fallegasta borg ævintýraferðarinnar’). Þar sem leiðir stallnanna eru að skilja þá fórum við í smá nostalgíu og settum inn samantekt af myndum úr þessari sannkölluðu ævintýraferð! Erum strax farnar að telja niður dagana þegar við hittumst aftur í brúðkaupi Maríu og Niko í S-Afríku í byrjun mars! Anna Dóra verður komin í fangið á Tryggva sínum á laugardaginn og byrjar þá nýtt ævintýri fyrir hjónalingana í Englandi! Erla heldur ótrauð áfram Suður-Ameríku ævintýraförinni og verður komin til Córdoba á föstudag, þ.a. fylgist áfram spennt með! Stöllurnar kveðja að sinni og hlakka til næsta sameinaða bloggs í mars :) Ástarkveðjur...