Ferðalagið síðasta laugardag til El Valle Sagrado (The Sacred Valley) var alveg frábært og erum við alveg dolfallnar yfir snilld Inkanna! Þar sem við erum orðnar svo myndaglaðar með nýju myndavélunum þá skelltum við inn nokkrum nýjum myndum af þessum frábæra stað. Erum búnar að skipuleggja ferðalagið betur og ætlum okkur að fara næstu helgi að skoða Nazca Lines og svo helgina þar á eftir til Machu Picchu. Förum svo frá fallegu Cuzco í byrjun desember og verðum komnar til Bólivíu 8.desember. Þar ætlum við að ferðast í eina viku áður en við höldum til Brasilíu þar sem við hittum Tryggva hennar Önnu Dóru :) Hlökkum ekkert smá mikið til!!! Stefnan er sem sagt tekin á að vera á eyju rétt fyrir utan Rio de Janeiro yfir jólin og njóta jólanna á strönd í sumaryl. Eftir það förum við aftur í rútínulíf í einn mánuð, þ.e. að læra og vinna, í Córdoba í Argentínu. Svo er febrúarmánuður að mestu óákveðinn, en okkur langar til Chile, Uruguay og Paraguay…Já, nóg af ævintýrum sem bíða okkar og okkur finnst við alveg heppnastar í heimi...
þriðjudagur, 20. nóvember 2007
Ferðapælingar
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)