föstudagur, 15. febrúar 2008

Comó andan?

Þá er ég komin aftur til Córdoba og er að klára síðustu vikuna mina í skólanum. Kom hingað á föstudaginn fyrir viku eftir að hafa kvatt stölluna mína í Chile – alveg hrikalega erfitt! Er svo búin að eyða vikunni í skólanum með frábæru starfsfólki og nemendum. Alveg ótrúleg tilviljun, en það byrjaði íslensk stelpa í skólanum á mánudaginn og heitir hún Sædís Alda. Við erum búnar vera voða duglegar í félagslífinu í skólanum; fórum með þeim út að borða (auðvitað kl.22) og í keilu. Já, mér líður eins og ég sé núna unglingur í félagsmiðstöð :) mjög skemmtilegt! Er að fara í smá ferðalag ein, fer í kvöld til Mendoza í næturrútu og svo til borgarinnar ‘Salta’ á mánudaginn og stefni að því að vera komin aftur til Córdoba á föstudag eftir viku. Svo erum við Sædís að velta fyrir okkur að kíkja til Bariloche vikuna eftir það, síðustu vikuna mína í heimsálfunni!!! Knúsukveðja á línuna...