laugardagur, 29. desember 2007
Fyrirfram nýárskveðjur frá Rio!!!
Erum búin að hafa það alveg rosalega gott hérna í Rio de Janeiro síðastliðna 2 daga. Því miður er Tryggvi að fara frá okkur á morgun (snökt, snökt...) en við stöllurnar ásamt Suzi ætlum að halda upp á nýja árið hérna. Settum inn nokkrar "jólamyndir" frá Ilha Grande eyjunni, ekki alveg hin týpísku íslensku jól en stemningin var til staðar :) Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar, höfum hugsað til ykkar og saknað...Þökkum fyrir allar yndislegu stundirnar á liðnu ári og hlökkum til allra þeirra frábæru sem bíða okkar á því næsta!!! Kremjuknúsar...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)