Skellti mér í vikuferðalag hérna í Argentínunni. Byrjaði á því að fara suður til vínræktarhéraðsins Mendoza þar sem ég fór í hjóla- og víntúr. Fór einnig í dagsferð í fjalllendinu Alta Montana. Flaug svo norður á bóginn til borgarinnar Söltu á mánudagskvöldið. Ofboðslega fallegt landsvæði með þvílíkri litadýrð og fór ég í tvær dagsferðir, til Cafayate og Humahuaca og eyddi svo einum degi í fallegu borginni að rölta um. Er núna komin aftur til Córdoba þar sem ég ætla að eyða helginni og fara svo suður á bóginn til Bariloche á mánudaginn. Sædís kemst því miður ekki með mér í ferðalagið, þ.a. ég verð aftur ein á ferð, gistandi á hostelum með fullt af fólki í herbergi – bara spennandi! Langar annars að þakka fyrir öll fallegu ‘kommentin’ ykkar – ekkert smá gaman að fá svona skemmtileg skilaboð :) Hasta luego!
föstudagur, 22. febrúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)