mánudagur, 17. desember 2007
Sunny Rio!!!
Við stöllurnar erum loksins komnar til Brasilíu, til Rio de Janeiro. Komum hingað á föstudaginn og höldum til draumaeyjunnar Ihla Grande á morgun því Tryggvilíus er kominn :) Jei!!! Verðum s.s. á þeirri eyju í 10 daga, eða yfir jólin. Rio kom okkur skemmtilega á óvart. Ofboðslega falleg borg, mjög græn og klettafjöllin marka borgina á ótrúlega magnaðan hátt. Erum búnar að vera í himnaríki hérna þar sem okkur finnst við vera komnar í smá Vestræna menningu, þar sem við höfum fundið skyndibitakeðjur sem við könnumst við, hehe, og erum alveg búnar að vera að njóta þess! Höfum einnig verið að njóta sólarinnar og strandarinnar, en hér er um 30 stiga hiti á daginn. Erum annars komnar með brasilísk símanúmer og getum loksins haft aftur samband við umheiminn, en númerin okkar eru +5521 832 893 92 (Anna Dóra) og +5521 832 888 93 (Erla) ef þörfin grípur ykkur til að senda okkur sms :)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)