fimmtudagur, 13. desember 2007

Salar de Uyuni

Fórum í 3ja daga jeppaferð suður eftir Bólivíu þar sem við skoðuðum náttúruperlur landsins. Á fyrsta degi sáum við hið langþráða Salar de Uyuni, eða salteyðimörk sem spannar 12.000 km2 og er sú stærsta í heimi (gæti verið 9 undrið, hehehe). Þetta var áður saltvatnið Lago Minchín, sem þakti mestan hluta af suðvestur Bólivíu, en þegar það þornaði upp þá stóð eftir þessi salteyðimörk sem er alveg rosalega falleg! Komumst þarna í smá jólaskap þar sem hún minnti ansi mikið á snjó. Skoðuðum einnig Isla de los Pescadores (Fiskeyjuna) sem var alþakin risa kaktusum, alveg stórmerkilegt! Gistum þessa nótt á salthóteli, þar sem allt var búið til úr salti, m.a.s. rúmin. Annan daginn skoðuðum við nokkur lón þar sem við sáum fullt af flamengófuglum og fallegum fjallgörðum. Sáum m.a. Laguna Colorada (Litríka lónið) og Montaña Colorada (Litríka fjallið). Síðasta daginn vöknuðum við eldsnemma til að skoða hverasvæði við sólarupprás. Þar náðum við okkar methæð, eða 4950 mys! Enduðum svo ferðina með að sjá Laguna Verde (Græna lónið) og Valle de Rocas (Klettadalinn). Erum komnar aftur til La Paz, sáttar eftir frábæra ferð, og spenntar fyrir að fara til Brasilíu á morgun og að fá Tryggvann til okkar eftir 4 daga, jeiiiiii!!!