sunnudagur, 4. nóvember 2007

Fyrstu myndir frá Cuzco

Erum búnar að setja inn fyrstu myndirnar frá Cuzco, þær eiga alveg örugglega eftir að verða mun fleiri! Endilega kíkið á myndasíðuna og sjáið fallegu borgina.
Við föttuðum það að við hefðum algjörlega klikkað á því að tala um veðrið í síðustu færslu, eins og sönnum Íslendingum sæmir. En veðrið er búið að koma okkur skemmtilega á óvart :) Hér er yfir 20 stiga hiti á daginn en kólnar þó nokkuð er kvölda tekur.
Hins vegar hafa farsímamálin ekki verið sem skyldi... Íslensku númerin okkar virka ekki hérna og við erum enn að vinna í því að fá perúísk símanúmer. Höfum ekki gefið upp alla von um að það takist.
Hafið það sem allra best :) ást & knúsar