mánudagur, 24. desember 2007
Gleðileg jól frá Ilha Grande
Erum búin að vera á paradísareyjunni Ilha Grande í viku og búin að hafa það rosalega gott. 30 stiga hiti, farið á ströndina á hverjum degi og erfiðasta ákvörðunin er hvað maður eigi að fá sér að borða og hvenær eigi að taka næsta blund! Búið að vera yndislegt að hafa Tryggva hérna hjá okkur, og svo í gær bættist í hópinn ensk vinkona okkar, Suzannah, sem við kynntumst í skólanum í Cuzco og verður með okkur yfir jólin og áramótin. Eyddum aðfangadegi á ströndinni Lopes Mendes og fengum þá jólagjöf á leiðinni þaðan að sjá höfrunga að leik í sjónum...ekki slæmt! Eigum eftir 4 daga hérna á eyjunni og höldum þá aftur til Rio þar sem við munum eyða áramótunum. Setjum inn myndir við fyrsta tækifæri. Okkur langar að óska ykkur öllum, kæra fjölskylda og vinir, gleðilegra jóla og vonum að þið hafið það yndislegt yfir hátíðarnar!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)