mánudagur, 21. janúar 2008

Ché og Iguazú fossarnir

Höfum átt mjög góða viku, erum alveg að fíla sjálfboðaliðavinnuna, unglingarnir svo yndislegir og áhugasamir að læra enskuna og mæðurnar svakalega hressar, síhlægjandi og dansandi um eldhúsið. Fórum síðasta miðvikudag í skólaferðalag til Alta Gracia sem er einn af æskustöðum Ché Guevara, virkilega gaman að rifja upp sögu hans og sjá mótorhjólið!!! Á föstudaginn héldum við í 3ja daga ferð til Iguazú fossanna (Cataratas del Iguazú) sem liggja að þremur löndum, Paraguay, Argentínu og Brasilíu. Skoðuðum fossana frá argentínsku hliðinni á laugardeginum og þeirri brasilísku á sunnudeginum. Mjög krafmiklir og magnaðir fossar og samkvæmt Lonely Planet þá fara allir í sæluvímu sem að sjá þá. Hentum inn nokkrum myndum af undrinu. Erum síðan komnar aftur til Córdoba og ætlum að njóta þess að vera hér næstu 2 vikurnar við að vinna og læra. Later...