Höfum átt mjög góða viku, erum alveg að fíla sjálfboðaliðavinnuna, unglingarnir svo yndislegir og áhugasamir að læra enskuna og mæðurnar svakalega hressar, síhlægjandi og dansandi um eldhúsið. Fórum síðasta miðvikudag í skólaferðalag til Alta Gracia sem er einn af æskustöðum Ché Guevara, virkilega gaman að rifja upp sögu hans og sjá mótorhjólið!!! Á föstudaginn héldum við í 3ja daga ferð til Iguazú fossanna (Cataratas del Iguazú) sem liggja að þremur löndum, Paraguay, Argentínu og Brasilíu. Skoðuðum fossana frá argentínsku hliðinni á laugardeginum og þeirri brasilísku á sunnudeginum. Mjög krafmiklir og magnaðir fossar og samkvæmt Lonely Planet þá fara allir í sæluvímu sem að sjá þá. Hentum inn nokkrum myndum af undrinu. Erum síðan komnar aftur til Córdoba og ætlum að njóta þess að vera hér næstu 2 vikurnar við að vinna og læra. Later...
mánudagur, 21. janúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)