þriðjudagur, 4. desember 2007

Machu Picchu

Loksins – loksins sáum við Machu Picchu!!! En við ákváðum að geyma ‘the best for last’ og sjáum ekki eftir því. Fórum um helgina til að sjá þessa mystísku borg og það er ekki hægt að lýsa með orðum hvað þetta var magnað! Machu Picchu (stundum nefnd „Týnda borgin“) er forn borg byggð fyrir komu Kolumbusar til Ameríku af Inkunum. Borgin er 2.430 metra yfir sjávarmáli á fjallsbrún yfir Urubambadalnum í Perú, um 70 km norðvestur af Cuzco. Borgin er ein af alþjóðlegu arfleiðarstöðum UNESCO. Borgin var lengi gleymd umheiminum þó íbúar svæðisins vissu af henni. Fornleifafræðingurinn Hiram Bingham uppgötvaði hana svo 1911 og skrifaði um borgina metsölubók. Við klifruðum upp á fjallið Waynapicchu til að geta virt borgina fyrir okkur úr mikilli hæð. Vonum að myndirnar gefi einhverjar hugmyndir um hvað þetta var áhrifamikil sjón. Erum ennþá að klípa okkur til að kanna hvort þetta hafi verið raunverulegt. Erum núna að njóta síðustu daganna okkar í Cuzco, en við höldum til Bólivíu á miðvikudagskvöldið. Þar til síðar...