föstudagur, 29. febrúar 2008

Bariloche

Fór á mánudaginn til San Carlos de Bariloche sem er í suðurhluta Argentínu. Hér búa um 100.000 manns og eru Bariloche búar þekktastir fyrir gott súkkulaði og skíðasvæði. Veit ég hef sagt þetta áður…en hér er alveg ótrúlega fallegt! Andesfjöllin í kringum bæinn og vatn og fullt af trjám, gera þetta að ævintýralegum stað. Og er 22 klst rútuferð (aðra leiðina) algjörlega þess virði að koma hingað í nokkra daga. Fór í smá `trekking`að jökli sem kallast Tronador og gekk einnig um þjóðgarðinn. Notaði svo annan daginn minn til að fara í River Rafting…vá, hvað það var geggjað gaman! Set inn myndir þegar ég kem til Córdoba á morgun, en núna bíður mín aftur 22 klst rútuferð :)
Svo er nú heldur farið að styttast Suður Ameríku ferðalagið, en ferðaplanið mitt núna er þannig að ég verð komin til Córdoba á morgun, fer svo í næturrútu til Buenos Aires á sunnudaginn og flýg svo á mánudaginn til Suður Afríku fyrir brúðkaupið 8.mars. Stoppa svo í Svíþjóð hjá litlu syst í nokkra daga, eða frá 11.-15.mars, og kem loksins á Klakann 15.mars og ætla mér að koma með sólina með mér! Later.