mánudagur, 10. mars 2008

Sameinaðar í Suður – Afríku

Það var yndislegt að vera sameinaðar aftur eftir 4 vikna aðskilnað og ekki verra að hafa endurfundina í Suður – Afríku með fullt af góðum vinum. Eyddum fyrstu dögunum á heimili foreldra Maríu í Pretoría, nálægt Jóhannesarborg. Þar sem brúðhjónin eru bæði grískættuð kemur það ekki á óvart að brúðkaupsfagnaðurinn var mikilfenglegur og stóð í 3 daga. Heilt hótel- og dekursvæði var tekið frá fyrir brúðkaupsgestina sem voru alls 250 talsins og svæðið var með spa, golfvelli, sundlaugum ofl ofl. Við erum sem sagt búnar að hafa það alveg hrikalega gott hér í sólinni. En nú skiljast leiðir á ný...Anna Dóra verður í Afríku þar til á miðvikudag og Erla heldur til Svíþjóðar í kvöld. Og þar með lýkur Suður – Ameríku ævintýri stallanna formlega. Þetta er bara búið að vera magnað ævintýri. Takk fyrir að fylgjast með okkur og takk fyrir öll skemmtilegu kommentin sem hafa hlýjað okkur um hjartarætur! Hasta Luego – Erla y Anna Dóra :)