Við yfirgáfum fallegu Cuzco á miðvikudagskvöldið og skelltum okkur til Lake Titicaca sem er hæsta stöðuvatn í heimi (3820 mys) og einnig það stærsta í Suður-Ameríku. Það skiptist milli tveggja landa, Perú og Bólivíu. Fórum í bátsferð til að sjá hinar mögnuðu ‘Uros’ eyjar sem eru fljótandi og eru samtals 42 talsins og eru gerðar úr e-s konar sefgrasi og eyjarbúar þurfa stöðugt að halda þeim við til að þær sökkvi ekki. Á föstudaginn vorum við svo komnar til Bólivíu, til smábæjarins Copacabana. Urðum þar vitni að vikulegri hefð sem okkur fannst soldið skondin þar sem bæjarbúar þrifu bílana og skreyttu þá fyrir utan dómkirkjuna til að þakka fyrir þá. Fórum einnig í bátsferð til eyjunnar Isla del Sol og nutum svo veðurblíðunnar í bænum á laugardaginn áður en við héldum til La Paz, höfuðborgar Bólivíu. Erum sem sagt staddar þar núna en erum enn á faraldsfæti og byrjum í nokkurra daga ævintýraferð í kvöld í rútu og jeppa til Salar de Uyuni sem er stærsta saltpanna heims. Já, alveg nóg að gera að vera ferðalangur :)
sunnudagur, 9. desember 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)