Eigum núna bara eftir eina viku hérna í Córdoba. Sjálboðaliðavinnan var með öðrum hætti í síðustu viku þar sem að mæðurnar í hverfamiðstöðinni fengu ekki fjármagn frá ríkinu í tæka tíð og þurftu því að loka eldhúsinu um stundarsakir og því höfum við eingöngu verið að kenna unglingunum ensku. Settum inn nokkrar myndir af þessum elskum. Okkur líður annars svaka vel hérna, menningin töluvert ólík þeirri heima þar sem allir eru mjög afslappaðir hér og stundvísi er ekki talin vera mikilvæg :o) T.d. eru engar tímatöflur fyrir strætóana, heldur bara mætir maður á stoppistöðina og bíður eftir vagninum, hvenær sem hann kemur. Svo sötra Argentínubúarnir matte (sem er te) út í eitt og ganga m.a.s. flestir með hitavatnsbrúsa á sér hvert sem farið er. Matsölustaðirnar hérna opna ekkert fyrr en kl. níu á kvöldin og algengasti tíminn til að fara út að borða er milli kl. 10-11, sem okkur íspinnunum finnst nú ansi seint! Um helgina erum við búnar að njóta borgarinnar og svo er planið okkar að fara til Buenos Aires næstu helgi og eyða svo vikunni í Chile. Föstudaginn 8.febrúar flýgur Anna Dóra síðan heim til Tryggva síns og Erla fer aftur til Córdoba og stefnir að því að bæta við sig 1-2 vikum í spænskunámi. Hlýjar kveðjur frá stöllunum í Argentínunni ...
mánudagur, 28. janúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)