mánudagur, 4. febrúar 2008
Buenos Aires
Yfirgáfum Córdoba á laugardaginn og héldum til Buenos Aires þar sem við eyddum helginni. Buenos Aires er höfuðborg Argentínu og þar búa 13 milljónir, stærsta borgin í ævintýraferðinni. Fórum á frábæra tangósýningu á laugardagskvöldinu, en ekki mátti taka myndir af sjálfri sýningunni en hægt er að skoða myndir á þessari síðu www.senortango.com.ar. Sannfærðumst við um það að tangó er ástríðufullur dans og magnaður á að horfa. Á sunnudeginum röltum við um miðbæinn, sáum fullt af sögulegum stöðum og byggingum, fórum á markaðinn í San Telmo, í bóhemhverfið La Boca þar sem allt iðaði af tangódansi og tónlist. Um kvöldið fórum við út að borða á hafnarsvæðinu, Puerto Madero. Stuttur tími, en við náðum að gera fullt í þessari fallegu tangóborg. Hlökkum til að kynnast næstu borg sem er Santiago de Chile þar sem við ætlum að vera næstu 4 daga, síðustu daga Önnu Dóru í heimsálfunni...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)