Byrjuðum á mánudaginn í sjálfboðaliðavinnunni í leikskóla í úthverfi Cuzco. Aðstæðurnar þar eru ansi bágbornar, eins og hægt er að sjá á myndunum sem við vorum að setja inn. Gott dæmi um það er að klósettaðstaða barnanna er garðurinn sem þau leika sér einnig í. Þau eru alls 24 og einn starfsmaður sem heldur utan um starfsemina. Þau eru flest á aldrinum 3-5 ára og eru alveg yndisleg, ekkert smá dugleg og nægjusöm. Þau eru í leikskólanum hálfan daginn, frá kl. 9:00-12:30, sem er okkar vinnutími. Mæðurnar skiptast á að elda hádegismatinn fyrir þau og helsta uppistaðan í matnum eru hrísgrjón. Þarna verðum við næstu tvær vikurnar samhliða spænskunáminu sem er frá kl. 14:00-18:30, þannig að við erum heldur betur komnar í rútínu :) Ætlum að fara í dagsferð um helgina á Inkaslóðir í El Valle Sagrado, hlökkum mikið til. Vonum að þið njótið helgarinnar, knúsar á línuna...