Fura tölvusnillingur með meiru aðstoðaði okkur að gera fínu heimasíðuna okkar enn fínni! Erum komnar með 'link' fyrir myndirnar okkar :) og einnig komnar með kort af Suður-Ameríku og ferðaplaninu eins og það er í dag.
Síðustu daga höfum við verið að skoða okkur um í New York - prófað hina ýmsu veitingastaði, farið í siglingu, slakað á í Central Park og verið dekraðar af Furu, besta leiðsögumanni ever!
Förum frá þessari frábæru borg á þriðjudaginn og verðum vonandi komnar til Cuzco á miðvikudaginn.
Þar til síðar. . .
mánudagur, 29. október 2007
föstudagur, 26. október 2007
London - New York
Við stöllurnar ákváðum að fara frekar óhefðbundna leið til NY og kíktum til London í eina nótt. Bara til að geta farið í dinner með Evu og James og vinkað Íslandi á leiðinni til New York daginn eftir! Erum núna komnar til NYC í frábæra íbúð Ísoldar og Steph sem er mjög miðsvæðis og stutt í allt. Ætlum að fara að halda á vit ævintýranna með henni Furu okkar næstu dagana og kaupa okkur myndavélar svo við getum farið að henda inn myndum á fínu síðuna okkar! Einnig ætlum við að setja inn ferðaplanið og kort af S-Ameríku fljótlega fyrir þá sem bíða óþreyjufullir eftir því :)
Kveðja frá borginni sem aldrei sefur . . .
Kveðja frá borginni sem aldrei sefur . . .
miðvikudagur, 17. október 2007
Styttist í ævintýrið!
Velkomin á síðuna okkar :) Hér munum við blogga um ævintýraför okkar um Suður Ameríku sem hefst innan tíðar! Fylgist með :)
Anna Dóra og Erla
Anna Dóra og Erla
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)