Það var yndislegt að vera sameinaðar aftur eftir 4 vikna aðskilnað og ekki verra að hafa endurfundina í Suður – Afríku með fullt af góðum vinum. Eyddum fyrstu dögunum á heimili foreldra Maríu í Pretoría, nálægt Jóhannesarborg. Þar sem brúðhjónin eru bæði grískættuð kemur það ekki á óvart að brúðkaupsfagnaðurinn var mikilfenglegur og stóð í 3 daga. Heilt
mánudagur, 10. mars 2008
Sameinaðar í Suður – Afríku
mánudagur, 3. mars 2008
Don’t cry for me Argentina!
föstudagur, 29. febrúar 2008
Bariloche
Fór á mánudaginn til San Carlos de Bariloche sem er í suðurhluta Argentínu. Hér búa um 100.000 manns og eru Bariloche búar þekktastir fyrir gott súkkulaði og skíðasvæði. Veit ég hef sagt þetta áður…en hér er alveg ótrúlega fallegt! Andesfjöllin í kringum bæinn og vatn og fullt af trjám, gera þetta að ævintýralegum stað. Og er 22 klst rútuferð (aðra leiðina) algjörlega þess virði að koma hingað í nokkra daga. Fór í smá `trekking`að jökli sem kallast Tronador og gekk einnig um þjóðgarðinn. Notaði svo annan daginn
Svo er nú heldur farið að styttast Suður Ameríku ferðalagið, en ferðaplanið mitt núna er þannig að ég verð komin til Córdoba á morgun, fer svo í næturrútu til
föstudagur, 22. febrúar 2008
Mendoza og Salta
Skellti mér í vikuferðalag hérna í Argentínunni. Byrjaði á því að fara suður til vínræktarhéraðsins Mendoza þar sem ég fór í hjóla- og víntúr. Fór einnig í dagsferð í fjalllendinu Alta Montana. Flaug svo norður á bóginn til borgarinnar Söltu á mánudagskvöldið. Ofboðslega fallegt landsvæði með þvílíkri litadýrð og fór ég í tvær dagsferðir, til Cafayate og Humahuaca og eyddi svo einum degi í fallegu borginni að rölta um. Er núna komin aftur til Córdoba þar sem ég ætla að eyða helginni og fara svo suður á bóginn til Bariloche á mánudaginn. Sædís kemst því miður ekki með mér í ferðalagið, þ.a. ég verð aftur ein á ferð, gistandi á hostelum með fullt af fólki í herbergi – bara spennandi! Langar annars að þakka fyrir öll fallegu ‘kommentin’ ykkar – ekkert smá gaman að fá svona skemmtileg skilaboð :) Hasta luego!
föstudagur, 15. febrúar 2008
Comó andan?
Þá er ég komin aftur til Córdoba og er að klára síðustu vikuna mina í skólanum. Kom hingað á föstudaginn fyrir viku eftir að hafa kvatt stölluna mína í Chile – alveg hrikalega erfitt! Er svo búin að eyða vikunni í skólanum með frábæru starfsfólki og nemendum. Alveg ótrúleg tilviljun, en það byrjaði íslensk stelpa í skólanum á mánudaginn og heitir hún Sædís Alda. Við erum búnar vera voða duglegar í félagslífinu í skólanum; fórum með þeim út að borða (auðvitað kl.22) og í keilu. Já, mér líður eins og ég sé núna unglingur í félagsmiðstöð :) mjög skemmtilegt! Er að fara í smá ferðalag ein, fer í kvöld til Mendoza í næturrútu og svo til borgarinnar ‘Salta’ á mánudaginn og stefni að því að vera komin aftur til Córdoba á föstudag eftir viku. Svo erum við Sædís að velta fyrir okkur að kíkja til Bariloche vikuna eftir það, síðustu vikuna mína í heimsálfunni!!! Knúsukveðja á línuna...
föstudagur, 8. febrúar 2008
Chile
Erum búnar að eyða síðustu dögunum okkar saman í Chile. Mögnuð upplifun að fljúga yfir Andesfjöllin á leiðinni hingað og óneitanlega varð okkur hugsað til myndarinnar ‘Alive’. Notuðum fyrsta daginn til að skoða okkur um í borginni, Santiago de Chile, og fórum svo í frábæra vínsmökkun á vínekrunni ‘Concha y Toro’ daginn eftir. Leigðum bíl í gær og keyrðum til hippabæjarins Valparaíso og strandbæjarins Viña del Mar. Santiago de Chile er með fallegri bæjarstæðum sem við höfum séð, en hún er höfuðborg Chile og er í stærsta dal landsins þar sem hin tignarlegu Andesfjöll umlykja hana (Rio de Janeiro á þó samt ennþá vinninginn sem ‘fallegasta borg ævintýraferðarinnar’). Þar sem leiðir stallnanna eru að skilja þá fórum við í smá nostalgíu og settum inn samantekt af myndum úr þessari sannkölluðu ævintýraferð! Erum strax farnar að telja niður dagana þegar við hittumst aftur í brúðkaupi Maríu og Niko í S-Afríku í byrjun mars! Anna Dóra verður komin í fangið á Tryggva sínum á laugardaginn og byrjar þá nýtt ævintýri fyrir hjónalingana í Englandi! Erla heldur ótrauð áfram Suður-Ameríku ævintýraförinni og verður komin til Córdoba á föstudag, þ.a. fylgist áfram spennt með! Stöllurnar kveðja að sinni og hlakka til næsta sameinaða bloggs í mars :) Ástarkveðjur...
mánudagur, 4. febrúar 2008
Buenos Aires
mánudagur, 28. janúar 2008
Mannlífið í Argentínu
Eigum núna bara eftir eina viku hérna í Córdoba. Sjálboðaliðavinnan var með öðrum hætti í síðustu viku þar sem að mæðurnar í hverfamiðstöðinni fengu ekki fjármagn frá ríkinu í tæka tíð og þurftu því að loka eldhúsinu um stundarsakir og því höfum við eingöngu verið að kenna unglingunum ensku. Settum inn nokkrar myndir af þessum elskum. Okkur líður annars svaka vel hérna, menningin töluvert ólík þeirri heima þar sem allir eru mjög afslappaðir hér og stundvísi er ekki talin vera mikilvæg :o) T.d. eru engar tímatöflur fyrir strætóana, heldur bara mætir maður á stoppistöðina og bíður eftir vagninum, hvenær sem hann kemur. Svo sötra Argentínubúarnir matte (sem er te) út í eitt og ganga m.a.s. flestir með hitavatnsbrúsa á sér hvert sem farið er. Matsölustaðirnar hérna opna ekkert fyrr en kl. níu á kvöldin og algengasti tíminn til að fara út að borða er milli kl. 10-11, sem okkur íspinnunum finnst nú ansi seint! Um helgina erum við búnar að njóta borgarinnar og svo er planið okkar að fara til Buenos Aires næstu helgi og eyða svo vikunni í Chile. Föstudaginn 8.febrúar flýgur Anna Dóra síðan heim til Tryggva síns og Erla fer aftur til Córdoba og stefnir að því að bæta við sig 1-2 vikum í spænskunámi. Hlýjar kveðjur frá stöllunum í Argentínunni ...
mánudagur, 21. janúar 2008
Ché og Iguazú fossarnir
Höfum átt mjög góða viku, erum alveg að fíla sjálfboðaliðavinnuna, unglingarnir svo yndislegir og áhugasamir að læra enskuna og mæðurnar svakalega hressar, síhlægjandi og dansandi um eldhúsið. Fórum síðasta miðvikudag í skólaferðalag til Alta Gracia sem er einn af æskustöðum Ché Guevara, virkilega gaman að rifja upp sögu hans og sjá mótorhjólið!!! Á föstudaginn héldum við í 3ja daga ferð til Iguazú fossanna (Cataratas del Iguazú) sem liggja að þremur löndum, Paraguay, Argentínu og Brasilíu. Skoðuðum fossana frá argentínsku hliðinni á laugardeginum og þeirri brasilísku á sunnudeginum. Mjög krafmiklir og magnaðir fossar og samkvæmt Lonely Planet þá fara allir í sæluvímu sem að sjá þá. Hentum inn nokkrum myndum af undrinu. Erum síðan komnar aftur til Córdoba og ætlum að njóta þess að vera hér næstu 2 vikurnar við að vinna og læra. Later...
mánudagur, 14. janúar 2008
Lífið í Córdoba
Við stöllurnar erum búnar að vera í skólanum í eina viku. Skólinn er rosa fínn, frábært starfsfólk og góð aðstaða. Við byrjuðum síðan í sjálfboðaliðavinnunni í dag sem við erum mjög spenntar fyrir! Við vinnum á hverfamiðstöð sem stofnuð var af mæðrum í úthverfi Córdoba og er fyrir börn sem búa við bágar félagslegar aðstæður og vannæringu. Vinnan felst annars vegar í því að hjálpa unglingum í hverfinu að undirbúa sig fyrir upptökupróf í ensku (sem verður í febrúar) og hins vegar að hjálpa mæðrum að matbúa hádegismat fyrir vannærð börn í hverfinu. Verður án efa mjög áhugaverð reynsla! Fórum síðan í dagsferð um Córboba héraðið um helgina og höfum hent inn nokkrum myndum frá því. Erum alveg að fíla þessa borg, hér er fullt af fallegum torgum, görðum, byggingum og skemmtilegt að fylgjast með mannlífinu. Verðum hér næstu 3 vikur en þá er stefnan tekin á vikuferð til Chile. Þar sem að sjálfboðaliðavinnunni verður þá lokið og við höfum séð þá staði sem okkur langaði helst að sjá þá hefur hin nýgifta Anna Dóra ákveðið að halda heim á leið til Tryggva síns en Erla heldur ævintýrinu áfram sem lýkur síðan formlega í brúðkaupi Mariu og Nikos í Suður-Afríku þar sem stöllurnar sameinast aftur í byrjun mars. Þar til síðar...
mánudagur, 7. janúar 2008
Áramótin & Córdoba, Argentína
Áramótin voru í einu orði sagt glæsileg! Vorum algjörar prinsessur þarna í Rio de Janeiro, fórum á stórglæsilegt hlaðborð um kvöldið á hóteli á Flamengo ströndinni. Eftir mat fórum við svo í forsetasvítuna, horfðum svo á flugeldasýninguna á miðnætti og kíktum svo á ströndina á eftir – óvanalegt að byrja nýja árið þannig :) Við erum búnar að henda nokkrum myndum frá áramótunum inn og viljum jafnframt nota tækifærið og biðja þá sem fengu engin áramóta-sms afsökunar og einnig þá sem fengu mörg sms! En símarnir okkar voru í algjöru rugli þetta kvöld og eru því miður enn. . . erum ekki ennþá búnar að fá nothæf argentínsk númer en erum að vinna í því!
En við erum sem sagt komnar til Córdoba í Argentínu. Lentum reyndar í smá uppákomu á leiðinni hingað þar sem við millilentum í Sao Paulo og fengum bara leiðbeiningar á portúgölsku um það hvernig við ættum að haga okkur. Við fórum því í sakleysi okkar að fá okkur e-ð að snæða og að kíkja á slúðurblöðin (sem við höfum ekki séð síðan ævintýrið hófst!). Nema hvað, þegar við fórum að hliðinu okkar þá var ekki mikið um að vera þar, þar sem allir voru mættir í flugvélina og flugvélin byrjuð að leggja af stað. Þannig að uppi var fótur og fit og flugvélin stoppuð fyrir íslensku slúðurdísirnar og okkur var fylgt í flugvélina með einkennisklæddu starfsfólki og stiganum hent út til að koma okkur inn í vélina :) Córdoba er annars alveg glæsileg borg og hérna ætlum við að takast á við næsta rútínulíf. Byrjuðum í skólanum í dag og byrjum í sjálfboðaliðavinnunni í vikunni og erum mjög spenntar fyrir því! Höfum það rosa gott hérna – erum í æðislegri, pínulítilli íbúð með nettenginu og kapalsjónvarpi (er hægt að biðja um meira?) og allir hérna eru eins hjálpsamir og alls staðar annars staðar í þessari heimsálfu! Skrifum aftur fjótlega þegar við vitum meira um hvað sjálfboðaliðastarfið snýst! Knúsar á nýja árinu – stöllurnar.