Við stöllurnar ákváðum að fara frekar óhefðbundna leið til NY og kíktum til London í eina nótt. Bara til að geta farið í dinner með Evu og James og vinkað Íslandi á leiðinni til New York daginn eftir! Erum núna komnar til NYC í frábæra íbúð Ísoldar og Steph sem er mjög miðsvæðis og stutt í allt. Ætlum að fara að halda á vit ævintýranna með henni Furu okkar næstu dagana og kaupa okkur myndavélar svo við getum farið að henda inn myndum á fínu síðuna okkar! Einnig ætlum við að setja inn ferðaplanið og kort af S-Ameríku fljótlega fyrir þá sem bíða óþreyjufullir eftir því :)
Kveðja frá borginni sem aldrei sefur . . .
föstudagur, 26. október 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
12 ummæli:
Jei jei loksins loksins heyrir maður í ykkur :) Já þið verðið að vera fljótar að kaupa myndavél svo að maður geti skoðað myndir - ekki spurning ;) kv. Berglind
Knús til ykkar elskunnar! Góða skemmtun! Bið að heilsa Furu sætu.
Knús,
Maja
Farði varlega dúllur og skemmtið ykkur vel í nyc knús t.
Sælar elskur...
gott að heyra af ykkur og að fyrsti hlutinn hafi gengið vel. Bíð svo spennt eftir myndunum :O)
Kv.fríða
Hola chicas,
espero que vayan bien.........hehe madur verdur ad æfa ykkur fyrir spænsku skólann. Njótid siðmenningarinar eins lengi og þid getid.
Selma
Hæææ krúttbombur, öfunda ykkur ekkert smá að vera í NYC.....
F´ljótaaarrrr að kaupa myndavél, geggjaðar kveðjur úr sveitinni.
Ef þið eruð í stuði fyrir 4 tíma akstur þá eruð þið alltaf velkomnar í kaffi eða hvítvín eða bjór.
Haha
GG Vermontpía. ps hringið endilega... 603 252 5608 skál
ps.... Erla færð þú sendar myndir frá okkur?
blehhh
Skemmtið ykkur vel og gleymið ekki að safna kröftum fyrir Perú.
Mamma
Gaman að geta fylgst með ykkur á þessari frábæru síðu.
Njótið ykkar í botn í New York. Stórkostleg borg.
Knús, Halla
Hæ Erla mín .. verð fastagestur hérna á síðunni .. bíð spennt eftir að heyra frá ævintýrum ykkar :)
Kv. Íris frænka !!!
Gaman að heyra frá ykkur.. Og hlakka ótrúlega mikið til að sjá myndir..
Hafiði það ótrúlega mikið gott og skemmtið ykkur vel
knús og kossar frá íslandinu
Elskurnar, frábærar kveðjur frá fjölskyldunni á Óðinsgötu. Gangi ykkur allt vel í haginn á ferðum ykkar á suðrænum slóðum.....Farið varlega..!!
Freyr+Sóley+Viktor+Birta
Skrifa ummæli