Fura tölvusnillingur með meiru aðstoðaði okkur að gera fínu heimasíðuna okkar enn fínni! Erum komnar með 'link' fyrir myndirnar okkar :) og einnig komnar með kort af Suður-Ameríku og ferðaplaninu eins og það er í dag.
Síðustu daga höfum við verið að skoða okkur um í New York - prófað hina ýmsu veitingastaði, farið í siglingu, slakað á í Central Park og verið dekraðar af Furu, besta leiðsögumanni ever!
Förum frá þessari frábæru borg á þriðjudaginn og verðum vonandi komnar til Cuzco á miðvikudaginn.
Þar til síðar. . .
mánudagur, 29. október 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
14 ummæli:
Sælar dömur..
Skemmtilegar myndir og spennandi að fylgjast með ferðalaginu, langar pínku að vera með ykkur sko ;) Knúsið hana Furu nú vel frá mér og góða ferð til S-Ameríku.
Kv.Bella
Hæ Erla mín,
Rosa gaman að lesa ferðasöguna og myndirnar :) Mun fylgjast þér reglulega á síðunni.
Knús, koss, kram og sakn
Sigrún Ósk
Gvuuuð en spennandi. Æðislegar myndir. Er svo abbó út í ykkur að ég er að deyja...
Takk fyrir sms-ið frá Central Park. Sá það því miður ekki fyrr en í morgun. Hefði annars hringt í Furu um hæl. Stefni á að reyna að hringja í ykkur í kvöld eftir að Fura er búin að vinna.
Knúsar, Salka
hæ hæ
Gaman að geta farið að skoða myndir - er s.s. búið að fjárfesta í myndavél ?? kv. Berglind
Hi stúlkur,
Gaman að fylgjast með ykkur á þennan máta. Vona að þið verðið duglegar að skrifa.
Bestu kveðjur frá Florida
Pabbi og Co
Hæ dúllur!
Æðisleg síða hjá ykkur. Hlakka mikið til að fá að fylgjast með ykkur.
Var samt að spá í því í gærkvöldi hvort þú farir ekki að koma heim Erla mín, þú ert búin að vera nógu lengi ;)
Knús... HallaBirgis :)
Hæ dúllan mín.
Frábært að geta fylgst með ykkur hér á síðunni. Munið bara að fara varlega og ekki tala við neina ókunnuga!!! :-)
Knús og milljón kossar,
Anna Rós tanta og co.
P.s. spes kveðjur til þín Tryggvi minn. Hafðu samband og kíktu í heimsókn :-)
Vííí gaman að skoða myndir.
Góða ferð í dag....
Kósykveðjur frá villingabænum í Vermont. GG og liðið
Hæ elskurnar mínar
Yndislegt að heyra í þér í gær ADF mín.
Vona að ferðalagið til Perú gangi vel. Fariði varlega í Lima og góða ferð til Kúskó (kann ekki að skrifa það ;) á morgun.
Knúsar, Salka
Hi Annsí og Erla.
Æðislegar myndir!
Flott að geta ferðast með ykkur svona. Væri alveg til í að vera með.
Mamma.
Hi dúllur!!
Gangi ykkur vel á ferðalaginum. New York og þið passið vel saman. Haldið áfram að vera duglegar að með "fréttaflutninginn" ;o) Sakn sakn. Fríða
ps. á hvaða póstfang get ég sent þér ástarbréf og slúður??
CHRIST stelpur!! Þetta er frábært!! Ógeðslega verður gaman hjá ykkur! Gaman að sjá allar myndirnar og vonandi verðið þið áfram duglegar að tékka inn!! Eruð þið til í að segja betur frá hvað þið planið að gera og hvað þið verðið lengi og svoleiðis?? ..missti alveg af þeirri umræðu.. :)
Hæ stelpur. Ég vona að þið séuð hressar. Erla, ertu búinn að finna hr. alheim 1997.
Ég hef ákveðið að vera heima þar til næsta haust. Æsó spæsó.
Ég vil fá myndir af heitu latínó stelpunum.
Kveðja kærleiksbjarni
Sælar skvísur
Er ekki komin tími á latínó blogg?
Skrifa ummæli