þriðjudagur, 20. nóvember 2007

Ferðapælingar

Ferðalagið síðasta laugardag til El Valle Sagrado (The Sacred Valley) var alveg frábært og erum við alveg dolfallnar yfir snilld Inkanna! Þar sem við erum orðnar svo myndaglaðar með nýju myndavélunum þá skelltum við inn nokkrum nýjum myndum af þessum frábæra stað. Erum búnar að skipuleggja ferðalagið betur og ætlum okkur að fara næstu helgi að skoða Nazca Lines og svo helgina þar á eftir til Machu Picchu. Förum svo frá fallegu Cuzco í byrjun desember og verðum komnar til Bólivíu 8.desember. Þar ætlum við að ferðast í eina viku áður en við höldum til Brasilíu þar sem við hittum Tryggva hennar Önnu Dóru :) Hlökkum ekkert smá mikið til!!! Stefnan er sem sagt tekin á að vera á eyju rétt fyrir utan Rio de Janeiro yfir jólin og njóta jólanna á strönd í sumaryl. Eftir það förum við aftur í rútínulíf í einn mánuð, þ.e. að læra og vinna, í Córdoba í Argentínu. Svo er febrúarmánuður að mestu óákveðinn, en okkur langar til Chile, Uruguay og Paraguay…Já, nóg af ævintýrum sem bíða okkar og okkur finnst við alveg heppnastar í heimi...

12 ummæli:

arndis sagði...

Rosalega eru myndirnar flottar úr nýju myndavélinni!

Nafnlaus sagði...

Hæ Annsí mín og Erla.
Þvílík ævintýri hjá ykkur stelpunum!
Reyni að ná símasambandi við ykkur í vikunni.
Mamma.

Nafnlaus sagði...

hi elskan. þú og anna dóra eru náttúrulega snillingar í að plana (og analæsa!!) frábært hvað allt gengur vel. vona að þið njótið þess til fulls. sendi bréf í vikunni ;O)
knús og klem
fríða

Nafnlaus sagði...

Er það verkfræðingurinn í þér sem planar? Hehe...

Á eftir að skoða myndirnar og er rosa spennt.

Hér í VErmont er farið að snjóa, var aðeins 1 1/2 tíma með Helgu í skólann sem vanalega tekur 4 mín....

bestu kveðjur til ykkar.
hamborgararassaknús frá USA

Nafnlaus sagði...

Já, komiði nú sæl og blessuð. Það er æðislegt að lesa pistlana og skoða myndirnar frá ykkur. Það er alveg á hreinu að ég var e-ð að misskilja verkefnið ykkar. Hélt að þið væruð að fara vinna :) en það er gaman að heyra að þið séuð að ferðast og njóta þess að vera til. Það myndi ég gera. Gangi ykkur vel og góðar stundir.

ps. ekki amalegt að vera í sól og hita á jólunum.

Nafnlaus sagði...

Úff maður
Hrikaleg fegurð þarna
Planið hljómar vel, mikið væri gaman að vera með...
Saknaðarknús, Salka

Nafnlaus sagði...

Hæ Erla og Anna Dóra
Við hlökkum til að heyra meira frá ykkur. Við hlökkum til þegar þið komið heim. Erum allar systurnar núna veikar heima og mamma að verða meira gráhæð :-)

Nafnlaus sagði...

Hæ! Gaman að lesa bloggið og frábærar myndir, litlu skinnin samt, hollt að minna sig á að ekki hafi það allir jafn gott. Erla herra Ísland í kvöld og ég nenni ekki einu sinni að horfa fyrst þú ert ekki hérna, enginn annar til að kasta poppi í sjónvarpið með. Gott að heyra og sjá að allt gengur vel, sakna þín glás, kær kveðja til Önnu Dóru, bréf á leiðinni, knús Hrafnhildur

Nafnlaus sagði...

Bara snilld hjá ykkur .. held að margir séu með ykkur í huganum .. mega knús frá Daggardropanum...

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir mig elsku stelpur - dagdraumarnir alveg komnir af stað hér þar sem maður situr á náttfötunum í eldhúsinu á mygluðum föstudagsmorgni og sötrar kaffið sitt! Rosalega fínar myndir og svo gaman að lesa frásagnirnar ykkar. Saknisakn,
Knús ML

Nafnlaus sagði...

Hæ Erla.
Gaman að skoða síðuna ykkar og sjá allar skemmtilegu myndirnar. Þetta hlýtur að vera frábært ævintýri sem þið eruð í, verð nú að segja að ég öfunda ykkur mikið!
Hafðu það sem allra best! :)
Kveðja,
Íris (sem var að vinna á ÞB)

Nafnlaus sagði...

Gaman að fylgjast með ferðalaginu ykkar. Þetta er svo spennandi ferð sem þið eruð í!!!
Kveðja Þóra Kemp