Erum búnar að setja inn fyrstu myndirnar frá Cuzco, þær eiga alveg örugglega eftir að verða mun fleiri! Endilega kíkið á myndasíðuna og sjáið fallegu borgina.
Við föttuðum það að við hefðum algjörlega klikkað á því að tala um veðrið í síðustu færslu, eins og sönnum Íslendingum sæmir. En veðrið er búið að koma okkur skemmtilega á óvart :) Hér er yfir 20 stiga hiti á daginn en kólnar þó nokkuð er kvölda tekur.
Hins vegar hafa farsímamálin ekki verið sem skyldi... Íslensku númerin okkar virka ekki hérna og við erum enn að vinna í því að fá perúísk símanúmer. Höfum ekki gefið upp alla von um að það takist.
Hafið það sem allra best :) ást & knúsar
sunnudagur, 4. nóvember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
10 ummæli:
Æðislegar myndir!
Yndislegt að fá að sjá fallegu stelpurnar sínar í þessu fallega umhverfi.
Knúsar, S
Hello beibs! Takk fyrir myndirnar, æðislegt að geta fylgst svona vel með ykkur! Lifi mig þvílíkt inn í þetta héðan úr haustrokinu í Malmö....
Knúsar í massvís,
ML
Hæææj...
Rosa flottar myndir :)
Hlakka til að heyra frá því hvernig gengur í skólanum að babbla spænskuna.
Vona að þið hafið það rosalega gott dúllurnar mínar.
Knús, HallaBirgis
Já maður verður að tala um veðrið, haha.
Hér er rigning og 10 stig. Fallegt veður og fallegt fólk. knús frá Vermont sveitasæluni góðu.
Gyða, Einar, Helga og matti
Hæ, elskurnar.
Takk fyrir myndirnar! Þetta er nú meira ævintýrið. Alveg rosalega spennó! Sendi sérstakt knús til elsku Önnu Dóru sem ég frétti að væri lasin núna :(
xx
Maja
Hola
ef þid breytid áskriftinni í frelsi útlönd hjá símanum þá virkar síminn ykkar úti allavegana fyrir sms. Gangi ykkur vel, væri sko alveg til í ad vera spóka mig um í Cusco med ykkur aftur
Kv út kuldanum og rigningunni
Selma
Þarf maður að nota extra stór sólgleraugu í S-Ameríku ? Nei,,, sko,,, Tryggvi var að spyrja...
Kveðja,
Valgarð
Hæ Erla mín,
tékkaðu nú á hvort Brad sé ekki þarna einhvers staðar að ættleiða. Frétti að hann væri nú kannski að gefast upp á Angelinu svo þú gætir kannski krækt í hann, hehe.
Stórt knús,
Ingunn
Hæ Erla mín!
Eg var ad skoda myndirnar (mikid aventyri) w.c. adstadan er ekki upp a marga fiska i leikskolanum. Eg held ad eg se buin ad komast upp a lagid ad skoda myndir og skrifa. Gaman ad heyra fra þer i gær bid ad heilsa Onnu Doru. Kvedja mamma.
Váháts hvað er fallegt þarna. Æðislega gaman að sjá myndirnar. Gott að sjá að þið hafið það gott. Kossar, Kolla
Skrifa ummæli