Byrjuðum í skólanum síðastliðinn mánudag og okkur líst mjög vel á hann. Allir virðast leggja mikinn metnað í að læra spænskuna og skólinn býður upp á alls kyns skemmtileg námskeið. Við erum ákveðnar í að taka nokkra tíma í salsa, enda veitir ekki af að mýkja frostpinnataktana :) Ákveðið var að við myndum byrja í sjálfboðaliðavinnunni í næstu viku, á leikskóla sem er í úthverfi Cuzco og er fyrir börn sem búa við bágar félagslegar aðstæður. Við erum alltaf að komast betur og betur að því hversu margir hérna búa við bág kjör, um helming búa undir fátæktarmörkum og erfitt hefur reynst að ná tökum á atvinnuleysinu hérna og þurfa því margir að snúa sér að götusölu, skóburstun eða betla til að geta lifað. Maður getur ekki annað en hugsað með þakklæti til þess hversu lífskjör Íslendinga eru góð og maður upplifir sig heldur betur dekraðan í íbúðinni okkar (sem við ætlum að taka fljótlega myndir af) þar sem við erum með allt til alls, internet og sjónvarp o.fl. Sá munaður hefur reyndar komið sér ansi vel undanfarna daga þar sem Anna Dóra hefur mestmegnis legið í rúminu þar sem hún nældi sér í einhverja perúínska flensu en er nú komin á sýklalyf og er á góðum batavegi. Um helgina ætlum við stöllurnar síðan að taka því rólega og skoða okkur betur um hérna í Cuzco, enda svo margt að sjá og gera , og svo bíðum við spenntar eftir að byrja í sjálfboðaliðavinnunni okkar á mánudaginn. Vonum að þið eigið yndislega helgi...
föstudagur, 9. nóvember 2007
Lífið í Cuzco
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
14 ummæli:
Elsku elsku Erlan mín ;o) frekar mikið tómlegt hérna án þín en gott að vita að það gengur vel hjá ykkur. Ég komst loksins inn á síðuna með aðstoð Sigrúnar Óskar og vá hvað það er gaman að geta fylgst með og skoðað allar þessar fínu myndir. Verst að geta ekki gefið þér af rauðvínspottinum en hugsa til þín þegar tappinn verður tekin úr hehe.
kv
Þóra
Æðislegt að heyra frá ykkur, var sko farin að bíða eftir fréttum ;)
Gott að allt gengur vel hjá ykkur og ekki annað að sjá nema þetta sé alveg ótrúlega spennandi hjá ykkur, enda bjóst maður ekki við öðru.
Við erum að fara að taka þátt í tvenndarleikunum um helgina og munum við taka atriðið uppá myndband svo þú getir séð þegar þú kemur heim, vantar þig alveg ótrúlega mikið með í þetta allt saman.
En hafiði það sem allra best og ég mun halda áfram að fylgjast með og bíð spennt eftir fleiri myndum !
knús og kossar til ykkar beggja
kv. Eyrún
Hae stelpur minar
En gaman ad heyra ad ferdin gengur vel, thratt fyrir sma veikindi hja ther elsku Anna Dora min.
Hlakka til ad fylgjast enn frekar med ferdalaginu a netinu a blogginu og flick.
Thid komid svo kannski bara aftur til NYC a leidinni heim ;)
Koss og knusar ur storborginni,
Fura
Hæ stelpur,
Frábærar myndir og gott að heyra að þú ert orðin hressari Anna Dóra mín. Nú getið þið farið að skoða borgina enn betur, njóta blíðunnar og um leið demba ykkur í verkefnin. Nóg að gera hjá ykkur næstu vikurnar :) Líst vel á Salsa! Fylgist spennt með..
Knús, Belinda
ótrúlega gaman að heyra í þér í morgun Erla mín, njótið nú dagsins í dekur, væri nú alveg til í að skreppa með ykkur.
Er á leiðinni með Matta í hjólatúr, Helga fór í afmæli og Einsi kaldi á vakt.
love frá Vermont.
Gyða
Hæ skvískur,
hljómar spennó! Hlakka til að sjá myndirnar :)
Hæ Erla mín og Anna Dóra
ég er alltaf að reyna að kvitta í þessa gestabók en það gengur aldrei hjá mér, ætla samt að gera eina tilraun enn :)
Rosa gaman að fylgjast með og skoða myndir
kveðja frá Ásu
Takk fyrir smsið á laugardagskvöldið Erla mín, við söknuðum þín agalega mikið. En það var brjálað stuð og leðurhomman vantaði ekki frekar enn fyrri daginn ;)
Láttu þér batna Anna Dóra mín!!!
Knús, HallaBirgis
Hæ snúllur.
Gott að þér líður betur Annsí mín! Takk fyrir smsið í gær, mér þótti rosa vænt um það. Frums gekk vel, held ég bara.
Gangi ykkur vel í leik og starfi elskurnar. Maður kíkir reglulega við hérna og fylgist með ævintýrinu!
Knús,
Maja
hæ skvísur en frábært að fá svona fréttir af ykkur, auðvita ekki frábært að veikindi komi upp .. en ef ég þekki ykkur rétt er þetta allt að skríða saman .. hlakka til að sjá fleyri myndir... kveðja og knús .. daggardropinn
Hæ,hæ Anna Dóra mín. Gaman að kíkja á síðuna ykkar. Vonandi ertu orðin hress og laus við flensuna. Allt fínt að frétta héðan úr rigningunni á Íslandi. Hafðu það sem best :o)
knús...Bryndís
Frábært að lesa um ævintýrið, Erla mín. Vildi ég væri þarna líka. Ég lét mér nægja að skreppa til London um síðustu helgi. Það var æðislegt. ÞB færði mér glæsilega jólarós á starfsmannafundi í morgun í tilefni af, þú veist. Búin að átta mig á að það er líf eftir sextugt.
Hlakka til að lesa meira. Njóttið verunnar.
Knús Tóta
Hæ Erla
Við söknum þín voða mikið. Eg er dugleg í fimleikum og Hildur í leikfiminni. Hlökkum til að sýna þér þegar þú kemur heim.
Bless bless
Þórdís Elín, Hildur og Vilborg Júlíana
Hæ sæta skvisa ... sakna þín mjög mikið en takk fyrir að vera ekki við skrifborðið þitt hahaha núna kemst ég í tölvuna alla daga vikunnar. var hugsað til þín um helgina var að baka hafrakökur ummmmm sendi hér með hugskeyti með bragðinu jammmmm góða skemmtun áfram og njóttu þín kveðja þóra stóra (aðgreining frá peðinu )
Skrifa ummæli