mánudagur, 26. nóvember 2007

Nazca

Um helgina fórum við að skoða hinar frægu Nazca línur en þær eru taldar vera eitt af undrum veraldar (gætu verið nr. 8 ;)....) og af mörgum taldar vera ein stærsta ráðgáta fornleifafræðinnar vegna gerðar, stærðar og fjölda þeirra. En Nazca línurnar eru svokallaðar jarðrúnir (geoglyphs) sem eru dreifðar yfir um 500 km2 svæði í eyðimörkinni í Perú, rétt fyrir utan bæinn Nazca. Jarðrúnirnar mynda hinar ýmsu fígúrur, eins og apa, geimfara, kónguló o.fl. og eru taldar hafa verið gerðar af Nazca fólkinu á tímabilinu ca. 900 f.Kr. – 600 e.Kr. Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram um gerð þessara fígúra eins og t.d. að þær hafi verið gerðar af geimverum, af trúarlegum ástæðum og jafnvel í tengslum við stjörnurnar en enginn veit með vissu um merkingu þeirra. Ekki er hægt að sjá þær í réttri mynd nema úr lofti og fórum við því í smá flugferð í 6 manna rellu yfir eyðimörkina til að virða þær fyrir okkur. Hægt er að kíkja á nokkrar myndir af þessum furðufyrirbærum í myndasafninu okkar. Jafnframt fórum við að skoða grafreit úr fornöld sem er á sömu slóðum (Cemetery of Chauchilla) og var ótrúleg sjón þar sem brot úr mannabeinum, hárlokkar, leirmunir og klæði voru um víð og dreif um svæðið og einstaka grafhýsi með múmíum sem hægt var að skoða. Núna tekur fjórða og síðasta vikan í rútínulífinu okkar við hérna í Cuzco , vinna og skóli, og svo bíðum við spenntar eftir að sjá Machu Picchu um næstu helgi! Knúsar og kremjur...

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er allt svo ótrúlega spennandi hjá ykkur..
En tíminn er ótrúlega fljótur að líða hjá ykkur !

knúsar og kossar
kv. Eyrún

p.s. er að fara að senda mail !

Nafnlaus sagði...

Hæ,hæ Anna Dóra mín...
ótrúlega flottar myndir úr háloftunum, margt að sjá greinilega. hafið það sem best ! Köben hjá mér á morgun í 3 daga :o)
kveðja,
Bryndís

Nafnlaus sagði...

Vá, geðveikt
Spennandi ferðalög hjá ykkur
Knúsar, Salka

Nafnlaus sagði...

frábært.

GG og Vermontliðið góða

Nafnlaus sagði...

hæ hæ! þettar eru rosalegar myndir. ég og atli getum látið þær rúlla endalaust... ´
gott að sýna einum 8 ára sem kvartar yfir "exo-force" leysi, myndirnar úr leikskólanum!! Alltaf gott að passa sig að kvarta ekki of mikið. en nóg um það. ég og atli söknum þín mikið erla mín, svo áfram með ævintýrið. knúsírús atli og fríða

Nafnlaus sagði...

Hi hi, ótrúlegar myndir ! Þetta verður maður að sjá sjálfur til að trúa. Héðan er allt gott að frétta. Nýkomin frá Köben förum í kaffi til Freys um helgina til að skoða betur nýja húsið.
Kveðja,
Pabbi & Co

Nafnlaus sagði...

VÁÁÁ ekkert smá flottar myndir.. maður fær bara gæsahúð.. þvílíkt ævintýri hjá ykkur dúllurnar mínar... þetta er eitthvað sem á eftir að lifa í huga ykkar for ever.. kveðja og megaknús daggardropinn..

Nafnlaus sagði...

Hæ elskurnar mínar
Varð hugsað til ykkar, þar sem þið eruð líklega á leiðinni eða komnar upp á Machu Pichu núna. Öfunda ykkur endalaust.
Vona að ferðin gangi vel.
Knúsar, Salka

Nafnlaus sagði...

hæhæ skvísur ,, geggjaðar myndir og sögur af ykkur þið eruð greinilega á réttum stað .Hér er bara frost og kuldi og því notalegt að sjá ykkur á stuttermabolum:)það er að byrja vinavika á mánudaginn Erla mín og partý á föstudaginn það verður ekki eins án þín en ég efa að þú öfundir okkur þegar þú verður komin til Bóleviu vhá ogá bikini um jólin holymoly ... ég bið fyrir ykkur dúllan min og skemmtu þér vel áfram kokkakveðjur þóra

mariakristin sagði...

Takk fyrir afmaeliskvedjuna saetu saetu stelpur! Vid erum nuna i London hja James.. i fina gestaherberginu hans. S-Amerika hljomar spennandi.. kannski naest!

Maria Kristin

Nafnlaus sagði...

En gaman hjá ykkur. Þetta er alveg frábært og alveg einstök lífsreynsla. Ég ætla að reyna að lifa ævintýraþrána bara í gegnum ykkur... hver veit nema maður eigi eftir að feta í ykkar fótspor einhverntíman á gamalsaldri???
Það er ofsalega gott að sjá hvð þið skemmtið ykkur vel og notið tímann til að skoða ykkur um og hjálpa öðrum. Góða skemmtun
kv. Erna