Fórum frá NY til Perú á þriðjudaginn og gistum í Lima eina nótt. Komum svo á miðvikudaginn til Cuzco sem verður okkar heimili næsta mánuðinn. Erum búnar að vera að koma okkur fyrir í íbúðinni á hostelinu, sem okkur list rosalega vel á og hafa allir verið mjög hjálplegir. Erum einnig búnar að skoða okkur um og kíkja í skólann okkar, sem við byrjum í á mánudaginn. Erum mjög hrifnar af þessari borg sem er 3326 m yfir sjávarmáli, sem gerir það að verkum að það tekur smá tíma að venjast loftinu. Í Cuzco búa 320.000 manns og lifir fólkið hérna mest megnis á ferðamönnum, en Cuzco er mjög nálægt Inkaborginni Machu Picchu (sem við ætlum sko að kíkja á!). Á götunum er iðandi mannlíf og víbrandi af lífi, múzík, dansi og litadýrð sem er mjög smitandi fyrir íslenska frostpinna eins og okkur :o) Við upplifum okkur frekar hávaxnar hér þar sem við trónum yfir flestum íbúunum. Einnig erum við að venjast lyktinni í borginni, en henni svipar mikið til viðvarandi sinubruna :o) Ætlum svo að fara með myndavélarnar okkar um helgina og reyna að festa allt á filmu svo þið getið fengið smá innsýn inní þessa fallegu borg og hvað við erum að upplifa. Við skrifum fljótt aftur á síðuna og endilega verið ófeimin að commenta - við elskum það!
fimmtudagur, 1. nóvember 2007
Perú!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Ohh hljómar ekkert smá spennó, hlakka til að sjá myndirnar!
Knús frá Afríku
Arndís
Vá, hlakka ekkert smá til að sjá myndir
Þetta hljómar alveg hrikalega spennandi!
Knúsar, S
Frábært að geta fylgst svona með þér Erla. Þetta verður geðveikt hjá ykkur og verður gaman að fylgjast með framhaldinu !!!
Njótið lífsins !!!
Kristín Vald
Æðislegt að "heyra" í þér um daginn Erla mín..
Hlakka til að sjá myndir eftir helgi..
knús til þín og önnu dóru og SKÁL!!
kv. frá ískalda Íslandi
Vá....gaman að lesa og geta fylgst með og ég hlakka ekkert smá til að sjá myndir.
Bestu kveðjur,
Halla
vá það er soldið mikið yfir sjávarmáli - trúi því vel að þið þurfið að venjast loftinu ....... líka 320.000 manns bara í þessari borg hahahahahaha allt Ísland hehe ;) kv. Berglind
Get ekki beðið eftir að sjá myndir..... júhú.
Allt gott að frétta frá Vermont, heilsa íbúa bara nokkuð góð,
kósykveðja og knúskveðjur frá Gyðu, Einari , Helgu Þóreyju og Matthíasi Aroni
úff úff.....
Hæ dúllur.
Fylgjumst vel með ferðalaginu ykkar og hlökkum til að sjá myndir.
Kossar og knús
Bryndís og Andri Freyr
Knús til ykkar sætu íslensku ævintýrastelpur.
Hlakka til að fá nýjar myndir,
Maja
Skrifa ummæli