Byrjuðum á mánudaginn í sjálfboðaliðavinnunni í leikskóla í úthverfi Cuzco. Aðstæðurnar þar eru ansi bágbornar, eins og hægt er að sjá á myndunum sem við vorum að setja inn. Gott dæmi um það er að klósettaðstaða barnanna er garðurinn sem þau leika sér einnig í. Þau eru alls 24 og einn starfsmaður sem heldur utan um starfsemina. Þau eru flest á aldrinum 3-5 ára og eru alveg yndisleg, ekkert smá dugleg og nægjusöm. Þau eru í leikskólanum hálfan daginn, frá kl. 9:00-12:30, sem er okkar vinnutími. Mæðurnar skiptast á að elda hádegismatinn fyrir þau og helsta uppistaðan í matnum eru hrísgrjón. Þarna verðum við næstu tvær vikurnar samhliða spænskunáminu sem er frá kl. 14:00-18:30, þannig að við erum heldur betur komnar í rútínu :) Ætlum að fara í dagsferð um helgina á Inkaslóðir í El Valle Sagrado, hlökkum mikið til. Vonum að þið njótið helgarinnar, knúsar á línuna...
8 ummæli:
Hæ Erla mín!
Eg var ad skoda myndirnar (mikid aventyri) w.c. adstadan er ekki upp a marga fiska i leikskolanum. Eg held ad eg se buin ad komast upp a lagid ad skoda myndir og skrifa. Gaman ad heyra fra þer i gær bid ad heilsa Onnu Doru. Kvedja mamma.
Hæ Erla mín!
Eg var ad skoda myndirnar (mikid aventyri) w.c. adstadan er ekki upp a marga fiska i leikskolanum. Eg held ad eg se buin ad komast upp a lagid ad skoda myndir og skrifa. Gaman ad heyra fra þer i gær bid ad heilsa Onnu Doru. Kvedja mamma.
En gaman að heyra frá Perú
Æðislegar myndir!
Bestu kveðjur frá Íslandinu góða
Hæ Anna Dóra mín!
Alveg er frábært að geta bæði séð og lesið fréttir frá ykkur. Ég beið að sjálfsögðu spennt eftir myndum frá leikskólanum ykkar, já það er sko mikill munur á þeim hér og þar, ég hefði nú ekki á móti því að koma þarna aðeins við og upplifa daginn. Er að elda kjúlla og hugsa til þín enn meir, skrýtið!!
Gangi ykkur vel snúllan mín.
Knús frá Ellu tengdó
Hæ Erla
Ég kíki reglulega hingað á þig. Vá hvað þetta eru falleg börn.
Bestu kveðjur frá Íslandi.
Pálína
Hæ Anna Dóra mín!
Gaman að fylgjast með ævintýrinu ykkar. Meiri dúllurnar þarna á leikskólanum. Gangi ykkur allt í haginn.
Kveðja,
Jódís
Hæ stelpur. Flottar myndir og gaman að heyra hvað gengur vel hjá ykkur...sérstaklega að Annsí mín sé búin að ná sér eftir veikindin. Maður fylgist vel með ykkur í gegnum þennann vef. hafið það sem best.....Freyr
oh njótið ferðarinnar - engin öfund bæ ðe vei ;)
En guð já mamma var að segja mér frá litlu snúllunum og frá klósettaðstöðunni og svona - oh maður fær sko samviskubit :-s
kv. Berglind
Skrifa ummæli