laugardagur, 29. desember 2007

Fyrirfram nýárskveðjur frá Rio!!!

Erum búin að hafa það alveg rosalega gott hérna í Rio de Janeiro síðastliðna 2 daga. Því miður er Tryggvi að fara frá okkur á morgun (snökt, snökt...) en við stöllurnar ásamt Suzi ætlum að halda upp á nýja árið hérna. Settum inn nokkrar "jólamyndir" frá Ilha Grande eyjunni, ekki alveg hin týpísku íslensku jól en stemningin var til staðar :) Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar, höfum hugsað til ykkar og saknað...Þökkum fyrir allar yndislegu stundirnar á liðnu ári og hlökkum til allra þeirra frábæru sem bíða okkar á því næsta!!! Kremjuknúsar...

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vááááá æðislegar myndir!!!

Takk fyrir símtalið um daginn, yndislegt að heyra í Önnu Dóru sinni.
Ferlegt að Tryggvi sé að fara :(

Knúsar og kossar frá okkur öllum í Mávahlíðinni

p.s. Tryggvi sendu okkur númerið þitt þegar þú verður komin með enskt símanúmer svo við fáum að fylgjast með þér áfram í húsnæðisleit og skólanum ;)

Nafnlaus sagði...

HÆHÆ ERLA MIN ,,EG TEK UNDIR MEÐ SÖLKU SVEKKJANDI AÐ TRYGGVI SE FARINN HEIM SVONA RETT FYRIR ARAMOTIN ,EN ÆÐISLEGAR MYNDIR VHA EKKERT SMA FLOTT LANDSLAG .EG OSKA YKKUR GLEÐILEGS ARS OG ÞAKKA ÞER ERLA MIN FYRIR ALLAR GOÐU STUNDIRNAR A ARINU OG HLAKKA MIKIÐ TIL AÐ EIGA FLEIRI 2008.SKILAÐU KVEÐJU TIL ÖNNU DORU OG VIÐ VONUM AÐ ARAMOTIN VERÐI YNDISLEG .KOSSAR OG KNUS UR MOSO ÞIN ÞORA

kristinvald sagði...

Elsku Erla mín

Það er ÆÐISLEGT að fá að fylgjast með ævintýraferðinni ykkar, hljómar ekkert smá skemmtilegt og spennandi.

Óska ykkur gleðilegrar hátíðar og megi nýja árið færa ykkur endalausa hamingju og gleði :-)

Kær kveðja
Kristín Vald

Nafnlaus sagði...

Hæ elsku Erla mín!!!

Þetta eru æðislegar myndir,,,, þetta lítur geðveikt út!!!

Takk fyrir afmæliskveðjurnar fyrr í des! Þú ert algjör rúsína að muna þetta alltaf!!

Þu verður sko í sambandi þegar kemur aftur á klakann!

Clint aka Daniel Peter varð 1árs 23 des!! Erum að fara að fá okkur hund eftir 3 vikur, þú mundir fíla hann: ástralskur fjárhundur!

Hafðu það rosalega gott um áramótin dúllan mín! Og það sem eftir er af ferðinni!
Hlakka mikið til að hitta þig í 2008!

Risaknús
þín Chloexxxxxxx

Nafnlaus sagði...

Elskurnar, takk fyrir þessar frábæru myndir.
Alveg yndislegt að sjá ykkur hjónalingana slappa af í rólunni og njóta þessa stutta tíma sem þið hafið saman. Stundum er talað um að það sé ekki spurning um tímalengdina heldur gæði þess tíma sem við höfum saman. Það var svo góð tilfinning að sjá ykkur svona saman aftur.

Okkar bestu óskir um góð áramót og gott nýtt ár, Guð veri með ykkur.

Saknaðar- og knúskveðjur frá
m&p/tengdó XXX

Nafnlaus sagði...

Hæ,hæ Erla perla.
Langaði að óska ykkur gleðilegs árs og vona að þið haldið áfram að njóta. Frábært að geta fylgst með ykkur á þessu framandi ferðalagi.
Áramótakveðja frá
Sibbu

Nafnlaus sagði...

hæ og hó elskurnar mínar .. frábærar myndir.. langaði bara að segja gleðilegt nýtt ár og þökk fyrir það liðna.. hlakka til að sjá ykkur aftur kveðja Daggardropinn...

Unknown sagði...

hæ erla

frábært að sjá hva þið skemmtið ykkur vel, svona á lífið að vera... djises bobby...

gleðilegt nýtt ár og takk fyrir þau gömlu krumpuðu..

kv.david

Unknown sagði...

Hæ elskurnar mínar og gleðilegt nýtt ár :)

Alltof langt síðan ég kíkti á síðuna ykkar. Mikið svakalega lítið þið vel út og get ímyndað mér að heimsókn Tryggva hafi verið ánægjuleg Anna Dóra mín ;) já, ég var sko búin að heyra oft talað um Ihla Grande...þetta er draumaeyjan mín, alveg á hreinu!! Flottar myndir og geggjaðar strendur!

Gangi ykkur vel í Argentínu, hlakka til að sjá fleiri myndir.

Knús og kossar frá okkur,
Belinda