mánudagur, 24. desember 2007
Gleðileg jól frá Ilha Grande
Erum búin að vera á paradísareyjunni Ilha Grande í viku og búin að hafa það rosalega gott. 30 stiga hiti, farið á ströndina á hverjum degi og erfiðasta ákvörðunin er hvað maður eigi að fá sér að borða og hvenær eigi að taka næsta blund! Búið að vera yndislegt að hafa Tryggva hérna hjá okkur, og svo í gær bættist í hópinn ensk vinkona okkar, Suzannah, sem við kynntumst í skólanum í Cuzco og verður með okkur yfir jólin og áramótin. Eyddum aðfangadegi á ströndinni Lopes Mendes og fengum þá jólagjöf á leiðinni þaðan að sjá höfrunga að leik í sjónum...ekki slæmt! Eigum eftir 4 daga hérna á eyjunni og höldum þá aftur til Rio þar sem við munum eyða áramótunum. Setjum inn myndir við fyrsta tækifæri. Okkur langar að óska ykkur öllum, kæra fjölskylda og vinir, gleðilegra jóla og vonum að þið hafið það yndislegt yfir hátíðarnar!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
10 ummæli:
Elsku Erla og Anna Dóra.
Gleðileg jól og hafið það yndislegt yfir hátíðrinar á framandi slóðum:-)
Knús og kossar
Halla Rósenkranz
Gleðileg jól Anna Dóra mín. Gaman að fá að fylgjast með ævintýrinu ykkar, án efa mögnuð upplifun. Hafið það sem allra best yfir hátíðarnar.
Kveðja,
Jódís
Gleðileg jól til baka elskurnar mínar!!!
Takk fyrir mig elsku Anna Dóra mín.
Hringi líklega í kvöld.
Hlakka til að heyra í þér
xxx, Salka
Jólakveðja til ykkar allra. jólaknús
Fríða og Atli
Jólakveðja úr Álfabakkanum. Hafið það sem allra best. Kveðja Þóra Kemp
ELSKU ERLA MIN GLEÐILEG JOL ..GAMAN AÐ LESA HVAÐ YKKUR LIÐUR VEL OG ERUÐ BUIN AÐ NYTA TIMANN VEL . HER ERU HVIT JOL OG 10 STIGA FROST ÞESSA STUNDINA EKKERT BIKINI VEÐUR ÞAÐ OJOJOJ SKILAÐU KVEÐJU TIL ÖNNU OG TRYGGVA FRA OKKUR GUNNARI .VIÐ VERÐUM I BANDI ERLA MIN KVEÐJA EINKAKOKKURINN ÞINN
Gleðileg jól elsku Erlan mín ! og gleðilegt nýtt ár eftir nokkra daga :) Risa knús á þig !!!
Kv. Íris Ósk frænkós
Gleðileg jól snúllur. Rokkið áramótin, veit ekki alveg hvernig áramótin verðar hér í Whiter river juct, Vermont. Ætli það sé ekki ólöglegt að skjóta upp rakettum?
Læt vita hvað við gerum , hehe.
Love og frá Gyðu og fjölskyldu
T.V.B.Plebbar!!!!!!
skrifa fleiri skilaboð!!!
Elsku Anna Dóra, Tryggvi og Erla sem ég kannast nú við út frá myndunum sem ég hef skoðað ;) Mínar bestu nýárskveðjur til ykkar allra! Það hefur verið frábært að lesa sér til um ferðalagið ykkar, þvílíkt ævintýri! :) Ég fylgist spennt með og ætla að kynna ömmu fyrir síðunni fljótlega. Hafið það sem allra best.
Áramótaknús - Begga frænka :)
Skrifa ummæli