sunnudagur, 9. desember 2007

Lake Titicaca og Bólivía

Við yfirgáfum fallegu Cuzco á miðvikudagskvöldið og skelltum okkur til Lake Titicaca sem er hæsta stöðuvatn í heimi (3820 mys) og einnig það stærsta í Suður-Ameríku. Það skiptist milli tveggja landa, Perú og Bólivíu. Fórum í bátsferð til að sjá hinar mögnuðu ‘Uros’ eyjar sem eru fljótandi og eru samtals 42 talsins og eru gerðar úr e-s konar sefgrasi og eyjarbúar þurfa stöðugt að halda þeim við til að þær sökkvi ekki. Á föstudaginn vorum við svo komnar til Bólivíu, til smábæjarins Copacabana. Urðum þar vitni að vikulegri hefð sem okkur fannst soldið skondin þar sem bæjarbúar þrifu bílana og skreyttu þá fyrir utan dómkirkjuna til að þakka fyrir þá. Fórum einnig í bátsferð til eyjunnar Isla del Sol og nutum svo veðurblíðunnar í bænum á laugardaginn áður en við héldum til La Paz, höfuðborgar Bólivíu. Erum sem sagt staddar þar núna en erum enn á faraldsfæti og byrjum í nokkurra daga ævintýraferð í kvöld í rútu og jeppa til Salar de Uyuni sem er stærsta saltpanna heims. Já, alveg nóg að gera að vera ferðalangur :)

4 ummæli:

Unknown sagði...

Hæ stelpur,

Magnað alveg hreint! Og mjög skondin hefð að skreyta bílana sína svona ;) Góða skemmtun í Bólivíu og ég bíð spennt eftir framhaldi af flottum myndum. P.s. er búin að setja flugferð til Brasilíu á jólagjafalistann!

Knúsukveðjur,
Bella

Nafnlaus sagði...

hi skvís
takk fyrir símtalið og takk fyrir sms-ið. ekkert smá gott að heyra í þér :O) þetta er enginn smá staður sem þið eruð á, alveg rosalegt!! síðasta prófið er í dag og þá get ég sinnt öllu hinu sem hefur setið á hakanum. ekkert djamm var um helgina, bara sofnað snemma og vaknað snemma til að læra.... en þetta er að vera búið og þá verður farið í geymsluna og náð í restina af jólaskrautinu.. knúsírús. fríða

Nafnlaus sagði...

Hæ elskurnar mínar

Brilliant Bólivía!
Heyrðuð þið mikið sungið lagið um Copacabana á meðan þið voruð þar? Reyndar skillst mér að það sé líka til strönd sem heitir Copacabana, kannski er lagið um hana ;)

Góða ferð áfram! Knúsar, Salka

Nafnlaus sagði...

Þetta er alveg ótrúlega magnað allt saman, er ekki frá því að ég finni fyrir smá öfund út í ykkur !

Hérna er bara skítaveður og ótrúlega lítið að gera í vinnunni.. Hef pottþétt tíma í vikunni til að senda þér mail.

En hafiði það rosalega gott og haldiði áfram að skemmta ykkur í botn..

knúsar og kossar frá mér..

kv. Eyrún