þriðjudagur, 4. desember 2007

Machu Picchu

Loksins – loksins sáum við Machu Picchu!!! En við ákváðum að geyma ‘the best for last’ og sjáum ekki eftir því. Fórum um helgina til að sjá þessa mystísku borg og það er ekki hægt að lýsa með orðum hvað þetta var magnað! Machu Picchu (stundum nefnd „Týnda borgin“) er forn borg byggð fyrir komu Kolumbusar til Ameríku af Inkunum. Borgin er 2.430 metra yfir sjávarmáli á fjallsbrún yfir Urubambadalnum í Perú, um 70 km norðvestur af Cuzco. Borgin er ein af alþjóðlegu arfleiðarstöðum UNESCO. Borgin var lengi gleymd umheiminum þó íbúar svæðisins vissu af henni. Fornleifafræðingurinn Hiram Bingham uppgötvaði hana svo 1911 og skrifaði um borgina metsölubók. Við klifruðum upp á fjallið Waynapicchu til að geta virt borgina fyrir okkur úr mikilli hæð. Vonum að myndirnar gefi einhverjar hugmyndir um hvað þetta var áhrifamikil sjón. Erum ennþá að klípa okkur til að kanna hvort þetta hafi verið raunverulegt. Erum núna að njóta síðustu daganna okkar í Cuzco, en við höldum til Bólivíu á miðvikudagskvöldið. Þar til síðar...

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Váááá! Hrikalega flott!
Duglegar að klífa upp á toppinn - er ekki viss um að allir í minni fjölskyldu myndu gúddera þessa þröngu göngustíga - nefni engin nöfn ;)
Er svoooo stolt af ykkur elskurnar mínar.
Knúsar, Salka

Nafnlaus sagði...

Mikið svakalega er fallegt þarna - eins gott að vera ekki lofthræddur. Góða ferð til Bolívíu - við fylgjumst áfram með ykkur.
Bryndís Ósk og Andri Freyr

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir hringinguna áðan, var varla að trúa því að ég væri að tala við þig og hafði allt í einu of lítið að segja !

En þetta er alveg ótrúlegar myndir, alveg magnað ..

En bið að heilsa önnu dóru og knúsar til ykkar beggja..

kv. Eyrún

Nafnlaus sagði...

hæ cous:)
vilta bara segja hæ! ég sé að þu ert að skemmta þér vel og gera góða hluti. Er litli pedro kominn??? hehe

Kv. Eyþór

Nafnlaus sagði...

Svo geggjað að ég gæti hneggjað! Við bleiku vambirnar söknuðum þín í brunch hjá Sölku í gærmorgun, hefði nú samt verið skemmtilegra að taka brunchinn í Perú! Gerum það næst!
Knús og kremjur, ML

Nafnlaus sagði...

Hæ Erla
Gaman að sjá flottu myndirnar. Sakna þín mikið
Hildur

Nafnlaus sagði...

Æðislegt! Oh ekkert smá hvað ég öfunda ykkur og manninn minn að hafa farið til Machu Picchu! Mig er búið að dreyma um þann stað og Páskaeyjar frá því ég var lítil og sá heimildaþætti um þessa staði á RÚV í gamla daga...
Frábært hvað ferðin virðist vera góð og lærdómsrík hingað til. Þín verður saknað sárt í jólakonfektinu heima hjá Pálu á sunnudagskvöldið næsta.
Bjögga

Unknown sagði...

Jahér..fæ bara í magann við að sjá þessa þröngu stíga, kalla ykkur góðar :) Ótrúlega flott!

Knús, Bella