Fórum í 3ja daga jeppaferð suður eftir Bólivíu þar sem við skoðuðum náttúruperlur landsins. Á fyrsta degi sáum við hið langþráða Salar de Uyuni, eða salteyðimörk sem spannar 12.000 km2 og er sú stærsta í heimi (gæti verið 9 undrið, hehehe). Þetta var áður saltvatnið Lago Minchín, sem þakti mestan hluta af suðvestur Bólivíu, en þegar það þornaði upp þá stóð eftir þessi salteyðimörk sem er alveg rosalega falleg! Komumst þarna í smá jólaskap þar sem hún minnti ansi mikið á snjó. Skoðuðum einnig Isla de los Pescadores (Fiskeyjuna) sem var alþakin risa kaktusum, alveg stórmerkilegt! Gistum þessa nótt á salthóteli, þar sem allt var búið til úr salti, m.a.s. rúmin. Annan daginn skoðuðum við nokkur lón þar sem við sáum fullt af flamengófuglum og fallegum fjallgörðum. Sáum m.a. Laguna Colorada (Litríka lónið) og Montaña Colorada (Litríka fjallið). Síðasta daginn vöknuðum við eldsnemma til að skoða hverasvæði við sólarupprás. Þar náðum við okkar methæð, eða 4950 mys! Enduðum svo ferðina með að sjá Laguna Verde (Græna lónið) og Valle de Rocas (Klettadalinn). Erum komnar aftur til La Paz, sáttar eftir frábæra ferð, og spenntar fyrir að fara til Brasilíu á morgun og að fá Tryggvann til okkar eftir 4 daga, jeiiiiii!!!
fimmtudagur, 13. desember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Meiriháttar gaman að lesa ævintýrið ykkar og ekkert smá flottar myndir....alveg magnaðar!
Erla mín, haltu áfram að hafa það geggjað og njóttu þín í botn :)
Ragga
Vá en ótrúlega flott!
Góða skemmtun í Brasilíu, bið að heilsa Tryggva.
Knús og bestu kveðjur,
Bella
Hrikalega flott!!!
Nú eru bara 3 dagar í Tryggva... gaman að telja niður.
Knúsar, S
Halló Anna Dóra mín
Þið eruð svooooo duglegar að leyfa okkur að fylgjast svona með ykkur, meiriháttar myndir með flottum stelpum, þvílík fegurð. Hafið það gott áfram.
Knúsimúsirúsikveðjur
frá tengdó
Þetta eru með ólíkindum flottar myndir hjá ykkur stelpur!! þið verðið eiginlega að setja upp ljósmyndasýningu þegar þið komið heim!!
Ég kíki á ykkur reglulega. Katrín sem vinnur með mér á BUGL fór til Maccu Piccu í gær...veit að hún var búin að frétta af ykkur þarna megin í heiminum.. en, missir af ykkur!! :) En, bara gleðileg jól í Brasilíu, ég veit að þau verða ógleymanleg eins og restin af þessu ferðalagi!! jólakveðjur Guðlaug
Skrifa ummæli