mánudagur, 17. desember 2007
Sunny Rio!!!
Við stöllurnar erum loksins komnar til Brasilíu, til Rio de Janeiro. Komum hingað á föstudaginn og höldum til draumaeyjunnar Ihla Grande á morgun því Tryggvilíus er kominn :) Jei!!! Verðum s.s. á þeirri eyju í 10 daga, eða yfir jólin. Rio kom okkur skemmtilega á óvart. Ofboðslega falleg borg, mjög græn og klettafjöllin marka borgina á ótrúlega magnaðan hátt. Erum búnar að vera í himnaríki hérna þar sem okkur finnst við vera komnar í smá Vestræna menningu, þar sem við höfum fundið skyndibitakeðjur sem við könnumst við, hehe, og erum alveg búnar að vera að njóta þess! Höfum einnig verið að njóta sólarinnar og strandarinnar, en hér er um 30 stiga hiti á daginn. Erum annars komnar með brasilísk símanúmer og getum loksins haft aftur samband við umheiminn, en númerin okkar eru +5521 832 893 92 (Anna Dóra) og +5521 832 888 93 (Erla) ef þörfin grípur ykkur til að senda okkur sms :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
12 ummæli:
Hæ, reyndi að hringja en gekk ekki. Frábært að þið stelpurnar sé komnar til Rio ( þangað langa mig að fara ) og búin að fá hann Tryggva!! Hér er rok og rigning og ekki sérlega jólalegt. Hugurinn er hjá ykkur og gaman að fylgjast með ferðalaginu með því að skoða myndir og fá frá ykkur smá pisla.
kær kveðja,
Pabbi / frosti
Yndislegt að heyra að Anna Dóra og Tryggvi séu sameinuð á ný!!!
Knúsar frá okkur öllum í Mávahlíðinni, sérstaklega nýskírðum Frey sem hitti Birtu í dag hjá Ingu dagmömmu. Þau ákváðu strax að verða góðir vinir ;)
hæææ
Búið að vera viðbjóður á íslandi, rok, rigning og jólastressið að ná hámarki. Væri alveg til í sand og sól með ykkur núna.
Þorbjörg
Hæææ stelpur, geggjað að vera í Rio um jólin. Öfund öfund.
Í Vermont er geggjað mikið af snjó en sólin lét sjá sig í dag. Frekar jólalegt. Snúll.
Knús frá fjölskyldunni í Hvíta húsinu í Efrihlíðinni í Grænafylkinu í Ameríku ríku.
Gleðileg jól elskurnar. Njótið nú sólarinnar, væri alveg til í smá sól og hita og svita. HEhe
Hæ, elskurnar.
Gott að Anna Dóra og Tryggvi skuli loks sameinuð.
Rétt sem sagt er hér að ofan; það er voða mikið rok og rigning, alltaf hreint. En heilagur jóla andi er að búa um sig hér í risinu hjá litlu fjölskyldunni á Tómó. Ari stígur ný og stórkostleg skref í lífinu. Það er að uppgötva jólasveinana! Þvílíka hamingjan! Jólastressið er víðsfjarri, enda er það bara tóm lygi og mýta... eitthvað annað en jólasveinarnir, sem ég trúi einlægt á.
Hins vegar voru þær fréttir að berast að Ísland ku vera dýrasta land heims, það útskýrir eitt og annað fyrir manni...
Knús til ykkar elskurnar, njótiði í botn!!!
xxx
hó hó hó
sakna þín og væri alveg til í að liggja með þér á ströndinni með kokteil í hönd...
allt að verða klappað og klárt fyrir jólin. Gísli verður hjá okkur og brósi hjá kærustunni.... svo verður partý á gamlárs!!! þér er boðið
jólakveðja Fríða sveinka og atli patli
Elsku Erla dúlla mín ;o) takk æðislega fyrir símtalið á sunudaginn. Það var ekkert smá gaman að fá að heyra í þér og fá að vita að vel gengur hjá ykkur. Það biðja allir að heilsa hérna í vinnunni og það er sko stanslaust spurt um þig ;o) Lofa að fara að skella mér eitt stykki fréttabréf fyrir þig.
Kveðja og knús
Þóra
Hæ Anna Dóra og Tryggvi.
Vona að þið njótið brúðkaupsferðar nr. 2 jafn mikið og hinnar fyrstu. Sakna ykkar rosalega en verð bara með ykkur í huganum um jólin og áramót.
Gleðileg jól til ykkar allra!
Mamma (Eiðistorgi)
Hó hó elsku Erla og Anna Dóra (og auðvita Tryggvi líka..) sit hér við að skrifa ritgerð, allt að verða svona nokkuð klárt fyrir jólin og varð hugsað til ykkar.. langaði að senda á ykkur smá jólakveðju og þakka fyrir liðna tíð... hlakka mikið til að sjá ykkur aftur á nýju ári..mega knús til ykkar allra
kveðja Daggardropinn
gleðilega þorláksmessu.. vona að þið finnið veitingastað sem selur kæsta skötu og tilheyrandi.. allt orðið klárt, þe tiltekt, innpökkun og jólaandinn.
miss ya Fríða og Atli sem á meira en allt(allavegana á morgun ) ;O)
Gleðileg jól elskurnar elskurnar.
Jólasveinninn biður að heilsa, æi þessi ameríski með bumbuna.
Við sendum knús til ykkar.
Vermontgengið góða
GG31
Skrifa ummæli