mánudagur, 21. janúar 2008

Ché og Iguazú fossarnir

Höfum átt mjög góða viku, erum alveg að fíla sjálfboðaliðavinnuna, unglingarnir svo yndislegir og áhugasamir að læra enskuna og mæðurnar svakalega hressar, síhlægjandi og dansandi um eldhúsið. Fórum síðasta miðvikudag í skólaferðalag til Alta Gracia sem er einn af æskustöðum Ché Guevara, virkilega gaman að rifja upp sögu hans og sjá mótorhjólið!!! Á föstudaginn héldum við í 3ja daga ferð til Iguazú fossanna (Cataratas del Iguazú) sem liggja að þremur löndum, Paraguay, Argentínu og Brasilíu. Skoðuðum fossana frá argentínsku hliðinni á laugardeginum og þeirri brasilísku á sunnudeginum. Mjög krafmiklir og magnaðir fossar og samkvæmt Lonely Planet þá fara allir í sæluvímu sem að sjá þá. Hentum inn nokkrum myndum af undrinu. Erum síðan komnar aftur til Córdoba og ætlum að njóta þess að vera hér næstu 2 vikurnar við að vinna og læra. Later...

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sælar dömur!! loksins eitthvað að lesa frá ykkur. (he he ein sem á ekkert líf greinilega)fann nú engar myndir en hlakka til að skoða þegar ég finn þær... annars allt í gúddí hér. skólinn byrjar í næstu viku svo það er um að gera að njóta tímans núna í rólegheit því kvöldin verða bara læri lær!!!

Njótið ykkar áfram. knús fríða

Nafnlaus sagði...

Hey elskurnar

Alltaf gaman að fá fréttir af ykkur :)
En verð að taka undir með fríðu, finn engar nýjar myndir af sæluvímu fossum...

Knúsar, Salka í Crazytown þar sem ÓFM er borgarstjóri

Þóra Dögg sagði...

Hæhæ Þóra Öddu systir hér... ekkert smá gaman að skoða myndirnar sem þið eruð með hér og vá hvað ég væri til í að vera að upplifa það sama og þið! Finnst þetta hljóma mjög spennandi og hei ekki spillir sólin ;)

vona að allt gangi vel og ég fæ að fylgjast áfram með ykkur í útlandinu :)

Kveðja Þóra

Nafnlaus sagði...

Hæ hó

Þetta er allt annað - fór alveg í sæluvímu við að sjá myndirnar...
þið eruð nú líka svo brúnar og sætar að það veldur líka sæluvímu :)
Knúsar, S

p.s. yndislegt að heyra í þér í gær ADF mín.

Unknown sagði...

Váhhhh..geggjaðir fossar! :)

Gaman að sjálfboðastarfið gangi vel sætu, eruð þið svo ekki bara altalandi á spænsku!!

Bestu kveðjur héðan frá Amsterdam, fegin að ég var mjööög langt frá crazytown í gær (gott nafn Salka ;) ) Allt mjög furðulegt!

Knús, Bella

Nafnlaus sagði...

VÁ!!! Þetta eru ekkert smá fallegir fossar :o) Æðislegar myndir hjá ykkur. Skipti litum af öfund hérna í kuldanum hahahaha ;o) Bíð spennt eftir næsta bloggi og fleiri myndum.
Knúsar
Adda

Nafnlaus sagði...

Eins og ég hef svo oft áður sagt.. Þetta er magnað ferðalag og myndirnar alltaf jafn flottar..

knús
Eyrún

Nafnlaus sagði...

jam jam
Það er varla að maður geti skoðað þessar myndir án þess að panta sér far beint í ævintýrið. og já þið lítið rugl vel út gæti verið Tanið:)
Þorbjörg