mánudagur, 14. janúar 2008

Lífið í Córdoba

Við stöllurnar erum búnar að vera í skólanum í eina viku. Skólinn er rosa fínn, frábært starfsfólk og góð aðstaða. Við byrjuðum síðan í sjálfboðaliðavinnunni í dag sem við erum mjög spenntar fyrir! Við vinnum á hverfamiðstöð sem stofnuð var af mæðrum í úthverfi Córdoba og er fyrir börn sem búa við bágar félagslegar aðstæður og vannæringu. Vinnan felst annars vegar í því að hjálpa unglingum í hverfinu að undirbúa sig fyrir upptökupróf í ensku (sem verður í febrúar) og hins vegar að hjálpa mæðrum að matbúa hádegismat fyrir vannærð börn í hverfinu. Verður án efa mjög áhugaverð reynsla! Fórum síðan í dagsferð um Córboba héraðið um helgina og höfum hent inn nokkrum myndum frá því. Erum alveg að fíla þessa borg, hér er fullt af fallegum torgum, görðum, byggingum og skemmtilegt að fylgjast með mannlífinu. Verðum hér næstu 3 vikur en þá er stefnan tekin á vikuferð til Chile. Þar sem að sjálfboðaliðavinnunni verður þá lokið og við höfum séð þá staði sem okkur langaði helst að sjá þá hefur hin nýgifta Anna Dóra ákveðið að halda heim á leið til Tryggva síns en Erla heldur ævintýrinu áfram sem lýkur síðan formlega í brúðkaupi Mariu og Nikos í Suður-Afríku þar sem stöllurnar sameinast aftur í byrjun mars. Þar til síðar...

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár, kæra Erla

Mange takkur fyrir tau gamlur.

Nafnlaus sagði...

geggjaðar myndir.. finnst frekar ósanngjarnt hvað þið eruð orðnar brúnar !
Hérna er allt á kafi í snjó og leiðindum !

Myndi óska þess að ég gæti komið til þín Erla í febrúar og fengið að sjá smá af þessu lúxus lífi..

kv. úr kuldanum
Eyrún

Nafnlaus sagði...

eruð þið að grínast!! sól, ylur, strönd og Fabricio. Roooosalega er hann sætur ;O) Hann á nú alveg sjens í hinn vin þinn frá Brasilíu. Herra heim öðru nafni. hehehe. Endilega skildu eftir pláss fyrir hann í töskunni þegar þú kemur heim. blikk blikk.... Svo máttu senda mér skype notendanafnið þitt svo við getum kjaftað enn meira!!! love you beibí.. fósa

Unknown sagði...

Hæ stelpur,

En spennandi vikur framundan og reynsluríkt sjálfboðastarf! Hugsa til ykkar í sól og sumaryl, héðan úr roki og rigningu. Myndirnar ykkar bjarga alveg geðheilsunni þessa dagana haha...keep them coming!! :)

Knús og kossar,
Bella

Nafnlaus sagði...

Hæ dúllurnar mínar :o)
Vildi bara kvitta fyrir mig. Bíð alltaf spennt eftir nýjum fréttum og sérstaklega nýjum myndum. Finnst æðislegt að sjá alla þessa fallegu staði sem þið hafið verið að heimsækja ;o)
Yndislegt að heyra í þér Erla mín (og Önnu Dóru í bakgrunninum hehe)á skype-inu.
Sendi ykkur hlýjar kveðjur héðan úr snjónum :o)
Knúsar
Adda

Nafnlaus sagði...

Jey, nýtt blogg
Gleymdi að kíkja í stutta stund og kemur þá ekki nýtt blogg og nýjar myndir...
Hér er allt á kafi í snjó! Alveg yndislegt en ég kemst ekki út, né í vinnu, þar sem Freyr er lasinn greyið...
Yndislegt að ADF sé á leiðinni til Tryggva síns!!!
Knúsar og kossar, Salka

Nafnlaus sagði...

hæhæ elsku erla min ...
ég var bara að kíkja og öfundast út í sólina og ævintyrin ykkar önnu .geggjaðar myndir sem þið eruð búnar að taka alveg frábærar maður fellur inn i ævintýra heim að lesa bloggið ykkar .hlakka geggjað til að fá þig heim .nyji vinur þinn væri flottur við hliðina á einmana pönkaranum þínum :) sem saknar þin ýkt mikið.hehe njótið ykkar kossar og knús þin þóra

Nafnlaus sagði...

Elsku Anna Dóra mín.

Takk fyrir afmæliskveðjuna.
Það er frábært að fylgjast með ykkur stöllum, allt svo ævintýralegt!!
Gleðilegt nýtt ár elskan og takk fyrir öll gömlu.

Hlakka til að hitta þig etv. í London með vorinu :-)
Knús,
Þín tanta Anna Rós og co.

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ
Alltaf er jafn gaman að lesa bloggið ykkar og Erla þín var sárt saknað í saumó í síðustu viku :o)
kveðja Ása