mánudagur, 28. janúar 2008

Mannlífið í Argentínu

Eigum núna bara eftir eina viku hérna í Córdoba. Sjálboðaliðavinnan var með öðrum hætti í síðustu viku þar sem að mæðurnar í hverfamiðstöðinni fengu ekki fjármagn frá ríkinu í tæka tíð og þurftu því að loka eldhúsinu um stundarsakir og því höfum við eingöngu verið að kenna unglingunum ensku. Settum inn nokkrar myndir af þessum elskum. Okkur líður annars svaka vel hérna, menningin töluvert ólík þeirri heima þar sem allir eru mjög afslappaðir hér og stundvísi er ekki talin vera mikilvæg :o) T.d. eru engar tímatöflur fyrir strætóana, heldur bara mætir maður á stoppistöðina og bíður eftir vagninum, hvenær sem hann kemur. Svo sötra Argentínubúarnir matte (sem er te) út í eitt og ganga m.a.s. flestir með hitavatnsbrúsa á sér hvert sem farið er. Matsölustaðirnar hérna opna ekkert fyrr en kl. níu á kvöldin og algengasti tíminn til að fara út að borða er milli kl. 10-11, sem okkur íspinnunum finnst nú ansi seint! Um helgina erum við búnar að njóta borgarinnar og svo er planið okkar að fara til Buenos Aires næstu helgi og eyða svo vikunni í Chile. Föstudaginn 8.febrúar flýgur Anna Dóra síðan heim til Tryggva síns og Erla fer aftur til Córdoba og stefnir að því að bæta við sig 1-2 vikum í spænskunámi. Hlýjar kveðjur frá stöllunum í Argentínunni ...

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

:) þá er svooooo stutt í að þú komir til okkar Erla :) hlökkum svoooooo til að fá þig
kv. Berglind, Birta og Helgi

Nafnlaus sagði...

Takk elskurnar fyrir allar myndirnar. Það er svo notalegt að fylgjast svona með ykkur. Munur að vera léttklæddur í sól og sumaryl, annað en hér á fróni, snjór, frost og stormur, en allt hefur sinn "sjarma" og allt hefur líka sinn tíma.
Gangi ykkur áfram vel.
Knúskveðjur til þín Anna Dóra mín frá tengdó

Nafnlaus sagði...

Hæ hó sætu,

En hvað þetta hlýtur að vera skemmtileg sjálfboðavinna, verst þó með fjármagnið frá ríkinu sem brást! Líst vel á afslappelsi Cordoba búa, mundi henta mér vel ;)

Knús og kossar héðan úr blíðunni (já, bara hið besta janúarveður!)
Bella

Nafnlaus sagði...

Ohhh hvað Perúísku krakkarnir eru sæt með pakkana sína.
Umglingarnir eru líka hrikalega sætir og dúllulegir og hrikalega flottir kennarar sem þær eru með.
Góða ferð til Buenos Aires og Chile sætulínurnar mínar

Knúsar, Salka

Nafnlaus sagði...

Mig langar bara aftur ,,heim,, þegar ég les pistlana ykkar .....snökt.
Njótið þess á meðan þið getið
kv selma

Nafnlaus sagði...

Mússí múss.
Væri alveg til í smá sól og sumaryl, er farin að bíða eftir vorinu í Vermont. Hmmmm.
Alltaf jafn spennandi að kíkja á bloggið hjá ykkur og skoða myndir.
ps Erla hvernig verður svo heimferðin?
Á að kíkja til NYC áður en haldið er á Klakann
knúskveðjur
Gyða

Nafnlaus sagði...

sælar elskur!!
ótrúlegt hvað tíminn líður. þú verður komin heim áður en ég veit af. gaman, gaman.. vona bara að síðustu dagarnir verði ógleymanlegir á allan máta ;O) er á leið að senda þér linu en er búin að vera ótrúlega busy að gera ekki neitt (ef þú veist hvað ég meina). knús til ykkar og njótið nú síðustu dagana í botn. luv fríða blíða

Nafnlaus sagði...

Njótiði síðustu daganna ykkar saman í botn elsku dúllur :o) Góða skemmtun í Chile ;o) Endilega takiði fullt, fullt af myndum og setjiði inn fyrir okkur hérna heima og leyfiði okkur að dreyma. Akkúrat núna er nebblega 10 stiga frost úti... need I say more.... hehe ;o)
RIIIISAKNÚSAR úr kuldanum
Adda

Nafnlaus sagði...

Hæ sætu,

Njótið vikunnar í Chile! Verst að hafa ekki náð af ykkur á skype fyrir helgi, gleymdi mér aðeins í skólastressinu...veit stundum ekki hvaða dagur er!! ;)

Knús og kossar í bili, heyrumst fljótt..
Bella