Áramótin voru í einu orði sagt glæsileg! Vorum algjörar prinsessur þarna í Rio de Janeiro, fórum á stórglæsilegt hlaðborð um kvöldið á hóteli á Flamengo ströndinni. Eftir mat fórum við svo í forsetasvítuna, horfðum svo á flugeldasýninguna á miðnætti og kíktum svo á ströndina á eftir – óvanalegt að byrja nýja árið þannig :) Við erum búnar að henda nokkrum myndum frá áramótunum inn og viljum jafnframt nota tækifærið og biðja þá sem fengu engin áramóta-sms afsökunar og einnig þá sem fengu mörg sms! En símarnir okkar voru í algjöru rugli þetta kvöld og eru því miður enn. . . erum ekki ennþá búnar að fá nothæf argentínsk númer en erum að vinna í því!
En við erum sem sagt komnar til Córdoba í Argentínu. Lentum reyndar í smá uppákomu á leiðinni hingað þar sem við millilentum í Sao Paulo og fengum bara leiðbeiningar á portúgölsku um það hvernig við ættum að haga okkur. Við fórum því í sakleysi okkar að fá okkur e-ð að snæða og að kíkja á slúðurblöðin (sem við höfum ekki séð síðan ævintýrið hófst!). Nema hvað, þegar við fórum að hliðinu okkar þá var ekki mikið um að vera þar, þar sem allir voru mættir í flugvélina og flugvélin byrjuð að leggja af stað. Þannig að uppi var fótur og fit og flugvélin stoppuð fyrir íslensku slúðurdísirnar og okkur var fylgt í flugvélina með einkennisklæddu starfsfólki og stiganum hent út til að koma okkur inn í vélina :) Córdoba er annars alveg glæsileg borg og hérna ætlum við að takast á við næsta rútínulíf. Byrjuðum í skólanum í dag og byrjum í sjálfboðaliðavinnunni í vikunni og erum mjög spenntar fyrir því! Höfum það rosa gott hérna – erum í æðislegri, pínulítilli íbúð með nettenginu og kapalsjónvarpi (er hægt að biðja um meira?) og allir hérna eru eins hjálpsamir og alls staðar annars staðar í þessari heimsálfu! Skrifum aftur fjótlega þegar við vitum meira um hvað sjálfboðaliðastarfið snýst! Knúsar á nýja árinu – stöllurnar.
7 ummæli:
Halló Anna Dóra mín!
Gott að heyra frá ykkur, fylgjumst spennt með áfram. Ævintýrin elta ykkur áfram meira segja á flugvellinum "ótrúleg eru ævintýrin" segir einhvers staðar.
Já, það er munur að eiga svona prinsessu sem allir stjana við og sjá til þess að komist leiðar sinnar.
Knúskveðjur úr Álfkonuhvarfinu
Jiiiiii en spennandi
Gaman að fá blogg frá ykkur, maður bíður alltaf spenntur - kíki inn daglega í þeirri veiku von að eitthvað nýtt sé komið ;)
Glæsilegar myndir frá áramótunum og enn glæsilegri stelpur á þeim!!!
takk fyrir tölvupóstinn Anna Dóra mín, svara honum í kvöld :)
Kossar og knúsar, ykkar Salka
Hæ, hæ Erla og co,
Gleðilegt ár allar saman. Ég fylgist reglulega með blogginu ykkar. Þetta er greinilega algjört ævintýri og voða öfunda ég ykkur af sólinni og brúna litnum...Með bestu kveðju Karin
alltaf jafn gaman að lesa bloggið ykkar. var búin að bíða lengi, híhí!! þetta lítur allt saman mjög vel út hjá ykkur, sakn sakn sakn. fríðulíus
Hæ krúsídúllur,
Það var æðislegt að tala við þig Erla á skype inu.... vei vei.
Sætar myndirnar af ykkur, já gaman að sjá flugeldasýningu á gamlárs, annað en Vermontliðið hér... sem sagt ekkert af flugeldum .
Ja nema hann Einsi kaldi var með stórkostlega sýningu fyrir okkur í Hanover, NH og verður það að fö-stum lið hjá okkur hér í USA.
Sakna þín fullt.
Knús til ykkar stelpur....ps hvenær kemur vorið í Vermont?
GG
Hheheheh mer finnst nu alveg otrulegt ad velin hafi verid stoppud fyrir ykkur, nattlega allt gert fyrir islensku gellurnar :)
Gott ad vita ad allt gengur svona vel. Hlakka bara til ad sja ykkur ef thid fljugid i gengum NYC a bakaleidinni (madur getur nattlega alltaf vonad:))
Knus
Fura
Gleðilegt ár elsku Erla
góða skemmtun á nýju ári í nýjum ævintýrum
kv. Erna
Skrifa ummæli