föstudagur, 29. febrúar 2008

Bariloche

Fór á mánudaginn til San Carlos de Bariloche sem er í suðurhluta Argentínu. Hér búa um 100.000 manns og eru Bariloche búar þekktastir fyrir gott súkkulaði og skíðasvæði. Veit ég hef sagt þetta áður…en hér er alveg ótrúlega fallegt! Andesfjöllin í kringum bæinn og vatn og fullt af trjám, gera þetta að ævintýralegum stað. Og er 22 klst rútuferð (aðra leiðina) algjörlega þess virði að koma hingað í nokkra daga. Fór í smá `trekking`að jökli sem kallast Tronador og gekk einnig um þjóðgarðinn. Notaði svo annan daginn minn til að fara í River Rafting…vá, hvað það var geggjað gaman! Set inn myndir þegar ég kem til Córdoba á morgun, en núna bíður mín aftur 22 klst rútuferð :)
Svo er nú heldur farið að styttast Suður Ameríku ferðalagið, en ferðaplanið mitt núna er þannig að ég verð komin til Córdoba á morgun, fer svo í næturrútu til Buenos Aires á sunnudaginn og flýg svo á mánudaginn til Suður Afríku fyrir brúðkaupið 8.mars. Stoppa svo í Svíþjóð hjá litlu syst í nokkra daga, eða frá 11.-15.mars, og kem loksins á Klakann 15.mars og ætla mér að koma með sólina með mér! Later.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ Dúllan min þú ert bara lang flottust .... að ferðast svona alein og gefast ekki upp er alveg meiriháttar ...svo er maður að væla yfir því að fara ein i bíó!!!!
þú ert sko hetjan mín Erla perla .
Ég hlakka mikið til að sjá þig kaffibrúna og sæta eftir nokkrar vikur I miss you :::))) koss og knús þin þóra stóra

Nafnlaus sagði...

Halló sætust :o) Rosalega er orðið langt síðan ég hef heyrt í þér!
Ég er varla að trúa þessu... 1/2 mánuður og þú ert komin heim!! Veistu hvað ég hlakka til að sjá þig?!? ;o)
Góða ferð, elsku vinkona, alla leið til Afríku. Hamingjuóskir til Brúðhjónanna og knús til Önnu Dóru. Hlakka rosalega mikið til að heyra í þér.
RISAKNÚSAR
Adda padda

Nafnlaus sagði...

Hæ elsku snúllan mín
Vá hvað tíminn er búinn að vera fljótur að líða sem betur fer. Sakna þín alveg hrikalega og hlakka mikið til að fá þig heim. Hafðu það æðislega gott það sem eftir er.
luv agusta

Nafnlaus sagði...

Hæ mín latino Erósa ;O)
æðislegar myndir að vanda. greinilega nóg og skoða og er verra að hafa svona sæta stráka með í för ;O ) hihihi hlakka mikið til að heyra hvernig gengur að ferðast yfir til suð-af. vona að við getum hisst fljótlega á skupe-inu.. sakna þín mjög mín kæra.. 12 dagar til stefnu

fósa

Nafnlaus sagði...

Hæ elsku sæta stallan mín! Vá hvað þetta eru geggjaðar myndir! Þvílíkt fallegt þarna og geðveikt greinilega í raftinginu! Yndislegt að heyra í þér í dag og nú eru bara 3 dagar þangað til við sjáumst, veiiiii! Ást og knúsar, þín Anna Dóra, XXX