mánudagur, 4. febrúar 2008

Buenos Aires

Yfirgáfum Córdoba á laugardaginn og héldum til Buenos Aires þar sem við eyddum helginni. Buenos Aires er höfuðborg Argentínu og þar búa 13 milljónir, stærsta borgin í ævintýraferðinni. Fórum á frábæra tangósýningu á laugardagskvöldinu, en ekki mátti taka myndir af sjálfri sýningunni en hægt er að skoða myndir á þessari síðu www.senortango.com.ar. Sannfærðumst við um það að tangó er ástríðufullur dans og magnaður á að horfa. Á sunnudeginum röltum við um miðbæinn, sáum fullt af sögulegum stöðum og byggingum, fórum á markaðinn í San Telmo, í bóhemhverfið La Boca þar sem allt iðaði af tangódansi og tónlist. Um kvöldið fórum við út að borða á hafnarsvæðinu, Puerto Madero. Stuttur tími, en við náðum að gera fullt í þessari fallegu tangóborg. Hlökkum til að kynnast næstu borg sem er Santiago de Chile þar sem við ætlum að vera næstu 4 daga, síðustu daga Önnu Dóru í heimsálfunni...

8 ummæli:

Þóra Dögg sagði...

Hæhæ... langaði bara að kvitta fyrir komu minni ;)
Meina ekki annað hægt en að fylgjast með svona spennandi ferð :)

Vona að þið hafið það sem best og eigið eftir að njóta síðustu dagana saman :)

Smúss, Þóra Dögg Öddu sys ;)

Nafnlaus sagði...

Hæ hó elskurnar
Njótiði síðustu daganna ykkar saman.
Takk fyrir póstinn ADF mín, hlakka til að heyra í þér þegar þú ert komin til UK.
Knúsar og kossar, Salka

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir myndirnar :o) Þær ylja manni um hjartarætur. Hehe þið mættuð nú samt alveg taka fleiri hahahaha, það er svo gaman aaðeins að fá að sjá ykkur. Hafiði það roooosalega gott á ferðalaginu ykkar og góða ferð heim Anna Dóra mín til hans Tryggva þíns :o)
Bíð spennt eftir fleiri myndum ;o)
RIIIIISAKNÚSAR :o*
Adda

P.s.
ekkert smááá girnilegar steikur híhíhí. Hvernig fariði að því að líta svona vel út með svona girnilegan mat?

Nafnlaus sagði...

Hey beibs

Eg trui ekki ad ferdin se bara bratt a enda fyrir thig Anna Dora min, eg veit allavega ad thu ert a leid i godar hendur :)
Gaman ad fylgjast med ykkur, madur verdur bara ad fara ad skella ser til Sudur Ameriku ...

Goda skemmtun thessa sidustu daga saman.

Kossar og knusar fra Jorvik
Ykkar Fura

Nafnlaus sagði...

Vá -- þið hafið náð að skoða og sjá ótrúlegustu hluti elsku vinkonur ! Ég var að catcha upp og finnst þið ekkert lítið veraldarvanar !! Þetta þarf maður einhvern tímann að prófa.
Hafið það sem allra best síðustu dagana saman og Anna Dóra mín, góða ferð til UK.

Svo vitið að þið ert alltaf velkomnar til NYC, næst þegar þið eigið leið yfir hafið.

Kærar kveðjur og kossar,
ykkar,
Ísold

Nafnlaus sagði...

hæ elskurnar mínar!!
vá flottar myndir ... aftur og ekkert smá mikið líf í öllu. meira að segja í litum húsanna ;O) þið eruð líka alltaf jafn flottar og hvað hárið á þér er orðið sítt Erla. Eru ekki 15 ár siðan það var svona sítt síðast. hihihi. Njótið ykkar í botn síðustu dagana og svo byrja ný ævintýri þegar leiðirnar skiljast...
elska ykkur
fríða blíða

Nafnlaus sagði...

Halló ævintýraprinsessur!
Takk fyrir myndirnar og að leyfa okkur að fylgjast með þessu ævintýri sem virðist engu líkt.

Má til með að senda ykkur þennan:
"Vinátta er uppspretta hinnar mestu gleði, án vina væri jafnvel ánægjulegasta iðja leiðinleg."

Óska ykkur gleði og kátínu síðustu dagana saman. Anna Dóra mín góða ferð til Tryggva og Erla gangi þér vel í þínu.

Knús frá EP tengdó

Nafnlaus sagði...

Hæ Erla mín. Æðislegar myndir. Við hlökkum til að sjá þig eftir 6 vikur.

kveðja Mamma og pabbi