Erum búnar að eyða síðustu dögunum okkar saman í Chile. Mögnuð upplifun að fljúga yfir Andesfjöllin á leiðinni hingað og óneitanlega varð okkur hugsað til myndarinnar ‘Alive’. Notuðum fyrsta daginn til að skoða okkur um í borginni, Santiago de Chile, og fórum svo í frábæra vínsmökkun á vínekrunni ‘Concha y Toro’ daginn eftir. Leigðum bíl í gær og keyrðum til hippabæjarins Valparaíso og strandbæjarins Viña del Mar. Santiago de Chile er með fallegri bæjarstæðum sem við höfum séð, en hún er höfuðborg Chile og er í stærsta dal landsins þar sem hin tignarlegu Andesfjöll umlykja hana (Rio de Janeiro á þó samt ennþá vinninginn sem ‘fallegasta borg ævintýraferðarinnar’). Þar sem leiðir stallnanna eru að skilja þá fórum við í smá nostalgíu og settum inn samantekt af myndum úr þessari sannkölluðu ævintýraferð! Erum strax farnar að telja niður dagana þegar við hittumst aftur í brúðkaupi Maríu og Niko í S-Afríku í byrjun mars! Anna Dóra verður komin í fangið á Tryggva sínum á laugardaginn og byrjar þá nýtt ævintýri fyrir hjónalingana í Englandi! Erla heldur ótrauð áfram Suður-Ameríku ævintýraförinni og verður komin til Córdoba á föstudag, þ.a. fylgist áfram spennt með! Stöllurnar kveðja að sinni og hlakka til næsta sameinaða bloggs í mars :) Ástarkveðjur...
föstudagur, 8. febrúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Sælar elskur :O)
ævintýri ævintýri!! það er óhætt að segja það. en ævintýrin gerast líka á íslandi eins og hjá mér í gær: staulaðist út í óveðrið og við ágætan leik komst ég keyrandi útaf planinu án þess að festast :O) undirmönnuð í vinnunni þar sem helmingurinn af staffinu gat ekki mætt vegna veðurs. Flíssokkar og með rafmagnsofninn í eftirdragi til að reyna að halda á mér hita. brunaði svo heim til að sækja leikfimisdótið og þegar ég kom út aftur var bíllinn fastur. ekki smuga að losa hann þar sem dekkið var ofaní ísilagðri holu. 7 mínútur í leikfimistíma og ég byrja að hlaupa af stað. datt næstum því 6 sinnum þar sem fótgangandi fólk er ekki í forgang þegar kemur að því að skafa og moka... það hvessti vel í veðri á leiðinni þannig að þegar ég mætti í leikfimina var ég með kal á tveimur puttum, eyrnaverk og í blautum buxum. fékk svo reyndar far heim þannig að þetta var ekki alslæmt. svo var kvöldinu eytt í að reyna að ná bílnum upp úr ísholunni....... segi svo að skemmtileg ævintýri geti ekki líka gerst á íslandi!!!
held áfram að fylgjast með ykkur
xxx fríða
Enn og aftur ÆÐISLEGAR myndir :o)
Mikið vildi ég óska að þið hefðuð alltaf sett svona margar myndir inn í hver sett hahaha :o)
Merkilegt.... einhvernvegin er popp og coke það síðasta sem ég myndi tengja við Inkana, en hei... fyrst það er til coke þar, þá á ég kannski möguleika á að sjá þetta einhverntíman hahahahahahaha ;o)
Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, finnst nánast eins og þið hafið farið í gær... þannig vona ég að tíminn ykkar í sundur líði jafn hratt og þið verðið sameinaðar á ný, næstum því á morgun.
RIIIIIISAKNÚS (eins og alltaf) ;o)
Adda :o)
Hae elsku Erla min!
Skritid ad comment-era inn a eigin sidu en eg vildi bara lata vita ad eg er komin heil a holdnu til Tryggva mins og er buin ad hafa thad voda gott herna i Englandinu! Er buin ad sakna thin alveg heljarins hellings og get ekki bedid eftir ad sja thig aftur i brudkaupinu i mars :) Er einmitt ad fara med Mariu i sma brudkaupsleidangur nuna, kikja a brudarkjolinn og svona, voda gaman! Bid spennt eftir ad heyra frekari ferdaplon fra ther. Knusadu fallegu Argentinuna okkar fra mer og njottu solarinnar og goda vedursins. Ast og kremjuknusar, thin stalla, Anna Dora
elsku elsku Erla mín :) það eru bara nokkrar vikur eftir góða mín í að þú komir loksins heim juhu .
og ég hlakka rosalega til ,,,sakna þín og nafna min er bara hálf manneskja nú þegar heilsuátakið byrjaði i dag með risa ávaxtaboosti á línuna ojoj eldhúsið var fokhelt á eftir :(...ég vona að þú njótir þín þótt Anna sé farin á vit ástarinnar í Englandi kossar og stórt knús frá þóru stóru
Erla mín....þú ert HETJA !! Hlakka svo til að hitta þig í saumó þegar ævintýrið er yfirstaðið og fá upplifunina beint í æð, geðveikt alveg.
knús og kvitt
Kristín V
Sæl og blessuð elsku Erla mín. Síðast þegar ég skrifaði inn á síðuna varstu ennþá piparmey og varst send út til S-Ameríku til að vinna. Nú ertu bara komin á lóðerí og í skemmtiferð.
Ég vona að þú passir þig á strákunum þarna, þeir standast ekki íslenskar blondínur.
Hér á klakanum er svaka stuð. Veðrið leikur við hvurn sinn fingur og hér eru allir í virku hjálparstarfi þegar veðrið er sem frekast.
Ég er búinn að skipuleggja ferð til Finnlands fyrir okkur í byrjun apríl. Heimshornaflakkið er rétt að byrja. Þín var sárt saknað í þorrablóti Jóa löggu sem dróg okkur inn í torfkofa og bauð upp á súrt og sætt eins og honum er einum lagið.
En öllu gríni sleppt, hafðu það sem allra best Erla mín. Hlakka til að sjá þig :)
kv. Bjarni
Skrifa ummæli