föstudagur, 15. febrúar 2008

Comó andan?

Þá er ég komin aftur til Córdoba og er að klára síðustu vikuna mina í skólanum. Kom hingað á föstudaginn fyrir viku eftir að hafa kvatt stölluna mína í Chile – alveg hrikalega erfitt! Er svo búin að eyða vikunni í skólanum með frábæru starfsfólki og nemendum. Alveg ótrúleg tilviljun, en það byrjaði íslensk stelpa í skólanum á mánudaginn og heitir hún Sædís Alda. Við erum búnar vera voða duglegar í félagslífinu í skólanum; fórum með þeim út að borða (auðvitað kl.22) og í keilu. Já, mér líður eins og ég sé núna unglingur í félagsmiðstöð :) mjög skemmtilegt! Er að fara í smá ferðalag ein, fer í kvöld til Mendoza í næturrútu og svo til borgarinnar ‘Salta’ á mánudaginn og stefni að því að vera komin aftur til Córdoba á föstudag eftir viku. Svo erum við Sædís að velta fyrir okkur að kíkja til Bariloche vikuna eftir það, síðustu vikuna mína í heimsálfunni!!! Knúsukveðja á línuna...

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góða ferð og góða skemmtun í ferðalaginu þínu elsku dúllan mín. Mikið á ég eftir að hugsa til þín. Endilega taktu fullt, fullt af myndum og leifðu okkur að sjá.
Mér finnst þú vera algjör hetja að ferðast svona ein. Hlakka til að heyra í þér þegar þú kemur til baka og vonandi fyrr ef við finnum úr því hvernig á að hringja í gemsanúmerið þitt ;o)
RIIIIIIIIIISAKNÚS
Adda

Nafnlaus sagði...

Hae Erla min.
Er stodd a Florida i solinni og hef thad alveg svakalega gott. Alltaf gaman ad lesa bloggid. Fardu rosalega varlega elskan min. Knus og kossar, Halla.

Nafnlaus sagði...

Hæ skvís, er SVO með þér í anda í ferðalagi þínu til Mendoza og Salta, vildi bara að ég gæti bímað mig til þín. Endilega skelltu þér til Bariloche enda yndislegur staður að mínu mati.
Góða skemmtun, þú getur þetta alveg ein
Selma

Nafnlaus sagði...

Hae elsku stallan min!
Eg vona ad thu hafir haft thad alveg ROSA gott i Mendoza - eg er er alveg buin ad vera med ther i anda i vinsmokkun a vinekrunni :) Planid hja ther ad fara til Soltu og jafnvel Bariloche er ekkert sma spennandi! Argentina er natturulega bara snilld! Tek undir thad med Oddu, taktu alveg FULLT af myndum svo vid getum fylgst vel med.
Astar- og kremjuknusar, Anna Dora, XXX

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ Erla mín
alltaf gaman að lesa fréttir af þér :o)
hlakka til að sjá þig, það styttist rosalega í það,
kveðja Ása

Nafnlaus sagði...

Hæ Erla mín..

Gott að "heyra" frá þér.. Og alltaf gaman að skoða myndirnar.. Finnst ótrúlegt að þú sért farin að tala um "síðustu vikurnar" því mér finnst svo stutt síðan þú fórst út - en er líka glöð að það sé farið að styttast í heimferð hjá þér !

En annars var ég bara að koma heim úr skíðaferðinni, sem var æðisleg..

Hafðu það rosa gott og njóttu síðustu viknanna í botn !

knús
Eyrún

Nafnlaus sagði...

Hæ Erla mín, gott að heyra að þú ert ennþá ánægð úti, enda ekki að spyrja að því að þú ert fljót að kynnast nýju fólki ;) vona að þú hafir haft það gott í helgarferðinni!
kv. Hrafnhildur

Nafnlaus sagði...

Elsku Erla mín. Alltaf gaman að fylgjast með þér hér. Trúi því að þú saknir Önnu Dóru, eftir að vera eins og samlokur í allan þennan tíma. Það verður gott að fá þig heim, en mundu sko að njóta lífsins í botn þangað til (og auðvitað líka eftir að þú kemur heim). Muchos besos guapa, Kolita.

Nafnlaus sagði...

vá þvílík tilviljun að hitta íslenska stelpu í skólanum. ferðalagið gengur eins og í sögu hjá þér elskan...sem betur fer :O) vona að þú náir að njóta þín í botn þessa síðustu daga. sakn, snökt, sakn, snökt fríða

Nafnlaus sagði...

Sæl Erla

Gaman að fá að fylgast með þessu ævintýraferðalagi. Þú átt eftir að lifa lengi á þessari ferð.
Verðum að hafa góðan hitting eftir að þú kemur heim þar sem myndirnar verða plægðar, Pálína og co.