Skellti mér í vikuferðalag hérna í Argentínunni. Byrjaði á því að fara suður til vínræktarhéraðsins Mendoza þar sem ég fór í hjóla- og víntúr. Fór einnig í dagsferð í fjalllendinu Alta Montana. Flaug svo norður á bóginn til borgarinnar Söltu á mánudagskvöldið. Ofboðslega fallegt landsvæði með þvílíkri litadýrð og fór ég í tvær dagsferðir, til Cafayate og Humahuaca og eyddi svo einum degi í fallegu borginni að rölta um. Er núna komin aftur til Córdoba þar sem ég ætla að eyða helginni og fara svo suður á bóginn til Bariloche á mánudaginn. Sædís kemst því miður ekki með mér í ferðalagið, þ.a. ég verð aftur ein á ferð, gistandi á hostelum með fullt af fólki í herbergi – bara spennandi! Langar annars að þakka fyrir öll fallegu ‘kommentin’ ykkar – ekkert smá gaman að fá svona skemmtileg skilaboð :) Hasta luego!
föstudagur, 22. febrúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Ó mæ god hvað það er stutt í það að þú kemur til okkar bara 2 vikur í að við sjáumst :) erum að deyja úr spenningi :) kv. Berglind, Helgi og Birta Júlía
Hae elsku stallan min! Mikid er skritid ad sja thig upplifa alla thessa argentisku fegurd og eg ekki med! Er alveg ad ferdast med ther i huganum elsku vinkona og get ekki bedid eftir ad hitta thig i Sudur Afriku eftir taepar 2 vikur! Astar- og saknadarkvedjur, Anna Dora, XXX
Halló elsku dúllan mín :o)
Æðislegar myndir hjá þér, eins og alltaf. Gangi þér rosalega vel á ferðalaginu þínu til Bariloche og skemmtu þér vel. Hlakka til að heyra hvernig var ;o)
Hef þig alltaf í huganum og get ekki beðið eftir að fá að heyra í þér næst, að ég tali nú ekki um að fá þig heim!!
Milljón...Billjón...Trilljón Knúsar
;o) Adda
Mundu eftir að smakka á heimsins besta ísnum í Bariloche og hámaðu í þig súkkulaðinu þeirra fræga
Bið að heilsa ,,heim,,
Besos
Selma
Hæ sæta sæta. vááá alltaf jafn geðveikar myndir!! er búin að hugsa og tala mikið um þig síðustu daga við hana gyðu okkar sem fer einmitt heim til us í dag. þetta var stutt en gott stopp hjá henni. er farin að bíða spennt eftir 15.mars. hlakka mikið til mín kæra. vertu svo bara dugleg að njóta þín þessa síðustu daga!!! sakn sakn Fríða fósa
Hæ krúttið.
Hjóla og víntúr...snilld. Mig langar í svoleiðis:-)
Hafðu það gott dearest.
Knús og kram,
Halla
Skrifa ummæli