mánudagur, 3. mars 2008
Don’t cry for me Argentina!
Ótrúlegt, en síðasti dagurinn minn í þessari yndislegu heimsálfu er runninn upp. Er núna á flugvellinum í Buenos Aires og býð eftir vélinni til Jóhannesarborgar. Eftir að hafa verið hér í rúma fjóra mánuði, verð ég að segja að Suður-Ameríka er æði! Þetta er yndisleg heimsálfa, með enn yndislegra fólki og eftir alla þessa mánuði hef ég ekki enn hitt manneskju sem er óalmennileg eða óhjálpsöm. Hafði heyrt ýmsar slæmar sögur um heimsálfuna áður en ég fór, en sem betur fer hef ég eingöngu gott um hana að segja. Argentína er þó landið sem mér hefur fundist ég mest ‘heima’ í og ekki skemmir að ég held að hér sé fallegasta fólk í heimi, þ.a. að ganga um göturnar getur verið hin besta skemmtun :) Ég á pottþétt eftir að koma aftur til Suður-Ameríku...hver vill koma með?!!! En núna býð ég spennt eftir að hitta gamla og góða vini í Afríku...hlakka óendanlega til að vera sameinuð stöllunni minni á fimmtudaginn! Setti inn nokkrar myndir frá helginni í Córdoba með vinum mínum hér í Argentínunni. Ást og knúsar til allra!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
ÉG VIL KOMA MEÐ!!!!!!
Adda ;o)
Alveg veit ég að Suður-Ameríka á eftir að sakna þín. Það er enginn staður í heiminum sá sami án þín. Skemmtu þér rosalega vel í Afríku og enn og aftur.... eeeeendilega settu inn fullt, fullt af myndum til að stytta okkur biðina ;o)
Milljón knúsar.....
Adda :o)
frábær hugmynd!!! ég kem líka :O))))
fríðus
pant ég líka:D ohh eg er strax farin ad sakna tin stelpa! en vonandi hefuru tad gott i Afrikunni nuna:D ég var ekkert sma heppin ad hitta tig herna og takk aedislega fyrir timann okkar hérna i Cordobunni okkar;) sjaumst a klakanum eftir 4 vikur!:)
Kv. Saedis:)
Yndislegt hvað ferðin er búin að ganga eins og í sögu elsku stallan mín! Soldið erfitt að yfirgefa fallegu Argentínuna okkar en ég veit að við eigum eftir að fara þangað aftur, það er ekki annað hægt! Góða ferð til S-Afríku og ég hlakka svo til að sjá þig þar eftir 2 daga!!! Ást og knúsar, Anna Dóra, XXX
Heyrðu krúttið .... mig langar líka með:-)
Hafðu það gott í Afríkunni og hlakka til að sjá þig eftir bara ekkert svo marga daga:-)
Knús í klessu,
Halla
hæ elskan. geri ráð fyrir að þú hafir nóg að gera í afríkunni. nóg að skoða og gera með nýjum og gömlum vinum. bíð spennt eftir bloggi og nýjum fréttum. sakna þín mikið .....fríða :O)
Skrifa ummæli