Það var yndislegt að vera sameinaðar aftur eftir 4 vikna aðskilnað og ekki verra að hafa endurfundina í Suður – Afríku með fullt af góðum vinum. Eyddum fyrstu dögunum á heimili foreldra Maríu í Pretoría, nálægt Jóhannesarborg. Þar sem brúðhjónin eru bæði grískættuð kemur það ekki á óvart að brúðkaupsfagnaðurinn var mikilfenglegur og stóð í 3 daga. Heilt hótel- og dekursvæði var tekið frá fyrir brúðkaupsgestina sem voru alls 250 talsins og svæðið var með spa, golfvelli, sundlaugum ofl ofl. Við erum sem sagt búnar að hafa það alveg hrikalega gott hér í sólinni. En nú skiljast leiðir á ný...Anna Dóra verður í Afríku þar til á miðvikudag og Erla heldur til Svíþjóðar í kvöld. Og þar með lýkur Suður – Ameríku ævintýri stallanna formlega. Þetta er bara búið að vera magnað ævintýri. Takk fyrir að fylgjast með okkur og takk fyrir öll skemmtilegu kommentin sem hafa hlýjað okkur um hjartarætur! Hasta Luego – Erla y Anna Dóra :)
8 ummæli:
Góða ferð til Svíþjóðar elsku Erla mín, gott að heyra að það var dekrað við ykkur í S-Afríku ;) Hlakka alveg hrikalega til að hitta þig eftir bara nokkra daga, og vona að þú Anna Dóra njótir vel þar til kemur að heimferð hjá þér.
knús, Hrafnhildur.
Það var rosalega gaman að fylgjast með ferðinni ykkar. Greinilega algjört ævintýri. Takk fyrir mig:)
Með bestu kveðju Karin
frábært ferð í alla staði og meiriháttar að geta fylgst með ykkur allan tímann. hlakka til að hitta þig á laugardaginn . miss you, love you, kiss you.. fósa
Æ hvað það er gaman að lesa sameinað blogg aftur... hehe eftir allan þennan tíma. Þessi tími í Afríku hljómar eins og alger draumur. Takk fyrir skemmtileg blogg elsku dúllur og að hafa leyft okkur að fylgjast með og láta okkur dreyma. Hlakka endalaust mikið til að sjá þig elsku Erla mín :o)
RIIIIIIISAKNÚSAR til ykkar beggja
Adda
Ég tek undir með Öddu, það var rosalega gaman að fylgjast með þessu stórkostlega ævintýri. Góða ferð heim Erla mín og vonandi fæ ég að sjá þig næsta sumar???? Hver veit nema við kíkjum í heimsókn á klakann, (krossa fingur)
kv. Erna
djises er þetta bara að verða búið!!!! hlakka til að sjá þig erla mín þegar ég kem heim í sumar. kanski maður reddi sér vinnu í árseli bara
2 dagar, hlakka mikið til!!!!
velkomin heim elskan :)
fósa
Velkomin heim Erla. Þetta hefur verið stórkostlegt ævintýri hjá ykkur og svakalega gaman að fá að fylgjast svona með.
Hafðu samband um leið og þú finnur tíma til að hitta þessar gömlu. Pálína og ungarnir.
Skrifa ummæli